Sæll og takk fyrir hrósið..
Já það er smá ditterí sem er eftir, aðallega innrétting en ég er að breyta eða skipta út því sem var í honum. T.d. fara 4gen framsæti í hann. Ég er líka vanari fleiri mælum en eru orginal svo það þarf að finna þeim stað.
Í honum er 350 vél og 350 skipting. Mjög fátt í húddinu er orginal þar sem ég lagði upp með að smíða bílinn eftir eigin smekk.
Ég er lítið fyrir að sýna ókláraða hluti svo ég læt þetta duga í bili. Set þó inn mynd af gripnum frá því í maí.
Varðandi sölu þá er það alltaf opin möguleiki en ég er ekkert að reyna að selja hann. Fyrir upplýsingar má senda póst á
camaro@mariubakka.netEinar.
