Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Corvette' 75 á leið til strandar

<< < (6/6)

Gizmo:
Til hamingju með þennan glæsilega bíl !

Ég held að menn séu frekar á hálum ís með fullyrðingar um að það sé betra að kaupa bíl á Íslandi heldur en í USA.  Þau rök að menn geti lennt í alls kyns vitleysu með bíla sem eru fluttir inn á ekkert frekar með innflutta bíla að gera frekar en innlenda.  Hver hefur ekki keypt bíl hérna heima sem reyndist svo eitthvað bilaður eða ekki eins góður og til stóð?  

Menn eru að fá mjög góða bíla frá USA gegnumsneitt, ég þekki þó eitt dæmi þar sem vél og skipting í bíl sem kom frá USA var ónýtt og seljandi úti bætti það að fullu, sendi nýja vél og skiptingu hingað án mikilla vandræða eða deilna.  Ég á alveg eftir að sjá þetta gerast hér á landi, þar sem íslendingur verslar við íslending.

Svo er ekki verra að bílar sem hafa verið heitum ríkjum USA virðast oftast vera minna ryðgaðir en bílar hér heima, sennilega vegna þess að þeir eru ekki saltmarineraðir alla sína tíð eins og flestir bílar hér heima.

 Þótt 25 ára bílar hér séu orðnir stofurstáss þá hafa þeir flestir alveg örugglega verið notaðir til daglegs brúks fyrstu árin, vetur sumar vor og haust.

Og að lokum, bíll getur ekki orðið verðmætari en það sem einhver vill borga fyrir hann, frekar en nokkuð annað.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version