Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Corvette' 75 á leið til strandar

<< < (3/6) > >>

427W:
en hefði ekki verið miklu ódýrara að kaupa svona bíl hér á landi??  Hefur ekki bíllin hans Bigga á Akureyri verið til sölu,  flottur bíll með 383, hefur unnið götumíluna á Akureyri oft,  ég held að hann eigi hana ennþá,  þið Corvettu menn ætttuð að athuga það ef að þið eruð að spá í svona bílum

vette75:
Ég var búinn að missa af tveimur vettum ein var 1977 og hin var 1972 hún var svakleg órans lituð og 4 gíra með 454 að ég held, svo að ég þorði ekki að bíða svo ég ýtti á kaupa núna svona fór nú það

Vette 75

vette75:
það hefði ekki verið ódýrara svo er hann ekki orginal og ekki svartur

Ingvar Gissurar:
Ég veit ekki hvað það er, en af einhverjum ástæðum getur maður varla hætt að skoða myndirnar af þessum bíl :oops:
Einu sinni fékkst ekki leyfi til að flytja inn Corvette á þeim forsendum að þeir myndu draga til sín svo mikla athygli að það ylli slysahættu :roll:
Eftir að skoða myndirnar af þessum þá held ég að ég skilji hvað var átt við :?  :oops:

427W:
vonandi verður þú heppinn með bílinn, en ég mæli með að kaupa þetta hér á landi, þetta er dýrt að fá þetta frá Ameriku,  Það er oft skrítið að þegar að það er verið að auglýsa þessa bíla hér á landi þá seljast þeir ekki,   en svo er verið að flytja helling inn af þessu,   Kaupum íslenskt ef að það stendur til boða

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version