Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevrolet Nova á Íslandi

<< < (27/43) > >>

Brynjar Nova:
Vilmar, var þessi ekki v8 307 eða 350, veistu hvað varð um þessa novu???

kiddi63:
Það eru líka einhverjar Novu myndir á síðunni hans Mola http://www.bilavefur.tk/
þræl fín síða hjá kallinum, með fullt af myndum.  8)

Valur_Charade:
Ég er ekki frá því að þetta sé einhver fjögurra dyra Nova þarna undir snjónum.....en Gústi pabbi Þrastar fór á sinni upp í Jöklasel á Novu með vélsleða í eftirdragi! (reyndar ekki búið að byggja Jöklasel þá eftir því sem ég veit best en hann fór þar sem það er núna allavega!) Ég held að hann hafi farið alla leið! Þá var allt útí vatni og eitthvað lítið um brýr og allt vatn frosið, en kallinn lét það nú ekki aftra sér heldur stökk út með járnkall og braut ísinn og keyrði yfir allt sem fyrir honum var! Þess má til gamans geta að Einar Björn fór líka þangað á Daihatsu Charade Turbo fyrir nokkrum árum en það var reyndar í betri færð og engin vötn en hann þurfti að bakka upp flestallar brekkur!  8)

Zaper:
já sammála, snildar síða hjá honum Mola,  mætti nú fara að uppfæra :wink:

Vilmar:
hahaha valur
En Brynjar, nei, hún móðir mín segir að þetta hafi verið V6, hún skipti þessum bíl við frænda minn og fékk Mustang í staðinn, þetta var uppúr 80-85, kallinn seldi síðan bílinn eitthvert.. gæti verið að sá sem keypti bílinn af frænda mínum hafi skellt V8 í húddið

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version