Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Chevrolet Nova á Íslandi
Saloon:
Vitið þið um heillega Novu Concours,tveggja dyra árgerð 1977 - 1978 ?.
Þá meina ég þessa sem var með hálfum víniltopp.
Brynjar Nova:
Það er orðið mjög litið til af svona 77 78 kagga sem og hinum, (68,74 nova) en málið er bara að leita, áfram. svo er alltaf spurning hvað má kagginn kosta, og hvað má hann vera mikið ryðgaður. Ég er t.d ad gera upp nova 70 ss búinn ad eiga hana i mörg ár, hún var mjög illa farin, ég er búinn ad skipta um aftur bretti +hjól skálar, smiða gólf, laga þakrennur, smiða í skottið, smíða upp mælaborð við rúðu, og laga hurðir bretti framan + nyjar lamir. Ég er búinn að ryðbæta allt núna, núna er komið að boxer vinnu, smá hantak eftir þar, en þetta kemur ( ef ég hætti þessari fullkomnunar áráttu) nei.... þetta verður vonandi gott, Billinn á ad vera dökk blár alls ekki (SVARTUR) ég smíðaði standa þannig ad ég gat haft bilinn á hvolfi i skúrnum. Nú siðan er bara að panta gúmmí og fleira að utan. Það finnst kannski mörgum þetta vera bilun, já ég hef oft hugsað það, en eitt er víst að það hjálpar ótrúlega þegar menn koma og skoða hjá manni og segja, ÞETTA FER ALDREI Á GÖTUNA kveðja Brynjar kr.
Valur_Charade:
Ég hef séð bíla sem eru búnir að vera mörg ár í uppgerð og margir þeirra hafa endað illa! Samanber Sódómu Trans Am-inum! En það var nú bara kjaftæði! En hins vegar hafa margir af þessum bílum sem hafa verið í mörg ár í uppgerð og einhverskonar klössun (og allir hafa talað um að kæmi aldrei út úr skúrnum nema til að fara á ruslið!) orðið rosalega fallegir og vel uppgerðir! Ég ætla að vona að Novan hjá þér fari á götuna og ég held að þú sért ekki brjálaður! Ég myndi segja að það sé gott að vera haldinn fullkomnunaráráttu þegar maður er að gera upp bíla af því að því meiri fullkomnunarárátta því flottari verður bíllinn! Ég hvet þig eindregið til að vera með fullkomnunaráráttu og koma þessum bíl á götuna og ekki flýta þér að því!
P.s ég er sammála! ekki hafa hana svarta og gangi þér vel!
Kíkið á þessa: http://www.novaresource.org/
og ef þið farið farið með bendilinn á svarthvítu myndina sem stendur á ,,Nova info" þar stendur ,,Rally" klikkið á það og þá sjáiði allt um Rally Novu! Datt þetta í hug því hinn ágæti Anton Ólafsson birti myndir af Rally Novu á síðu 4! Takk fyrir! 8)
Saloon:
--- Quote from: "Sigtryggur" ---Nei,því miður.
--- End quote ---
R-7834 var á Orange lituðu Novunni sem rakarinn átti
Ingvar Kr.:
Hérna eru myndir af Novum Krossanesbræðra, þetta eru bílar sem þeir eiga, eða hafa átt.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version