Kvartmílan > Almennt Spjall
Grindartenging, hver getur tekið svona að sér?
Nonni:
Sælir/ar
Ég er með þriðju kynslóðar Transam, en GM gleymdi víst að setja helminginn af grindinni í þessa bíla. Ég get keypt tilbúnar tengingar að utan, en þar sem að þetta eru bara prófílar þá var ég að velta því fyrir mér hvort einhver verkstæði, eða laghentir aðilar gætu aðstoðað mig við þetta.
Bíllinn þarf að standa í hjólin þegar tengingin er soðin í svo að þetta smelli allt rétt, svo að viðkomandi verður að hafa annaðhvort grifju eða lyftu sem tekur undir hjólin.
Tengindin yrði þá væntanlega eins og er á þessari mynd.
Kveðja,
Jón H.
Krissi Haflida:
Ég er búin að setja grindar tengingar í bílin hjá mér en þær lít ekki allveg eins út og þessar, þær voru sko tengdar beint á milli fremri og aftari grindarbitana og það þurftu að skera úr gólfinu til að koma þeim almennilega fyrir, síðan var allt keng soðið fast í gólfið og grindarbitana.
Nonni:
Ég vil helst sleppa við að þurfa að skera í gólfið, en ég held að það þurfi ekki þegar þetta er gert eins og myndin sínir.
Það eru margir sem geta gert þetta vel, en flestir virðast ekki hafa lyftu sem tekur undir hjólin, sem er nauðsynlegt til að allt sé rétt gert.
ÁmK Racing:
Ég er með grindarteingigar í Camaronum hjá mér frá SSM.Þær eru allt öðrvísi en þessar ég þurfti ekkert að skera í gólfið þegar ég setti þær undir.Þær komu bara undir og svo sauð maður sitthvorn endanog svo púnta í sílsinn.Helvíti gott og þræl virkar.
snæzi:
Ég gerði þetta hjá mér.... með svona tilbúna prófíla og ég þurfti að skera út gólfinu.... ég skar úr því og tengdi beint á milli fremri og aftari grindarbitana... hellvítis vesen en þetta virkar.....
en ef þú værir ekki buinn að kaupa þessa prófíla þá hefðiru geta keypt svona bita sem eru með eitthverjum beygingum á þannig að þú þarft ekkert að gera nema bollta þá fasta.... ss fara framhjá öllu draslinu... pústinu og gólfinu.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version