Kvartmílan > Almennt Spjall

KEPPNI

<< < (5/7) > >>

firebird400:
Helstu skíringarnar á þessu sem ég get komið með eru að þar sem 100LL hefur lægri VAPOR PRESSURE. eða sem sagt það er gert til þess að gufa upp við minni loftþrýsting og minni hita.

Þegar menn koma svo á heitum bílum inn á bensínstöð og skella 100LL á getur myndast ísing í blöndung vegna of mikillar uppgufunar, það gæti einnig skýrt hvers vegna 35 lítrar hurfu bara.

Ég er ekki að segja að þetta sé það sem gerðist í nefndum tilfellum en þetta er ein helsta skýring sem ég get gefið.

Bíllinn hjá mér gengur ekki á neinu öðru og ég hef aldrei fengið óhreint eða lélegt bensín enda eru gæða staðlar margfallt betri á flugvélbensíni heldur en bílabensíni :wink:

1965 Chevy II:
Er Avgasið á dælu í KEF?? eða hefurðu sambönd 8)

firebird400:

--- Quote from: "Trans Am" ---Það er svoldið há oktan tala í þessu AV-bensíni kannski var hún of há fyrir þessa 10.5 þjöppu þannig að illa gekk að kveikja í þessu hjá þér??
--- End quote ---


Smá viðbót.

Það er almennur miskilningur að há-octana bensín sé síður eldfimmt en lá-octana bensín
Það er ekki rétt     Það brennur bara hægar og þess vegna þolir það hærri þjöppu

baldur:
Já, avgas er aðeins eðlisléttara en venjulegt bensín víst, þannig að það þarf að nota aðeins meira magn af því við sömu aðstæður (jetta torinn aðeins ríkari).
En á sömu nótum, hvaða túlenþynni er best að nota til að blanda út í bensín, og hvar fæst hann og hvaða verð erum við að tala um? Einnig hvað kostar líterinn af 100LL á dælu? Mig langar að gera smá tilraunir með eitthvað sem hefur betri bankmótstöðu en 98RON en ég vil helst ekki nota mikið blý því að það stíflar UEGO skynjara (þeir eru reyndar með uppgefinn ákveðinn líftíma miðað við ákveðið blýmagn, og það er ekki langur tími)
Veit einhver þessar oktanatölur á 100LL avgas? Er þetta ekki 100MON sem um er að ræða?

Nonni:
Ég las einhverntíma að 100LL væri ábyrgt til að vera að lágmarki 100 MON (en gæti verið meira).  

Þó að LL standi fyrir Low Lead þá er blýmagnið víst um fimmfallt meira en var í gamla 98 oct blýbensíninu.

Ég hef prófað 100LL á bæði 350 og 305 sem ég er með.  350 rellan er hæstánægð með það en 305 vélin hristist öll og skelfur og allskonar aukahljóð heyrast.  Það má vera að blandan á 350 vélina sé of sterk m.v. venjulegt bensín, en 305 vélin sé rétt stillt.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version