Sælnú öllsömul.
Svo vill þannig til að ég er með einn NP 203 (að því ég bezt veit) og hef nokkrar spurningar hér:
Hver er munurinn á New Process 203 millikassa og 205?
Er hægt að fá þá bæði með keðju og tannhjólum?
Kallast einhverjir af þeim Quadratrack?
Eins og nafnið gæti gefið til kynna, eru þessir Quadratrack-kassar þannig að bíllinn er alltaf í s.k. sídrifi?
Getur verið að þessum Quadratrack-kössum sé ekki hægt að læsa í lágadrifinu, þ.e. þær stillingar sem eru í boði eru lágt drif->hátt drif->læst hátt drif en ekkert læst lágt drif
Getur einhver fróðleiksmoli svarað mér þessu?
Kærar Þakkir,
Kristján Pétur