Kvartmílan > Almennt Spjall
Dodge Dart í óhappi í Þorlákshöfn????
Binni GTA:
ég get ekki betur séð að það standi Endir þarna á götunni ?
Aðeins verið að taka 2Fast 2 furius style
moni:
Sé líka ekki betur en að gatan sé mjög blaut, gæti verið ástæða fyrir snúningnum... :roll:
ingo big:
:( ég er nú sóttan nýgræðingur en var hann eithvað búin að vera uppi á braut ???
Fallegur bíll :evil: :evil: enga síður vona að allt hafi farið vel með bílstjóran
440sixpack:
Þetta ætti að kenna mönnum að vera ekki að spyrna í þéttbýli. Til hvers halda menn eiginlega að kvartmílubrautin sé, og hvers vegna ætli það sé ekki keppt þegar er blautt úti, hugsanlega að hluta til vegna svona slysa.
Ef vel er skoðað á myndinni þá sýnist manni þessi innribretti vera orðin frekar þreytt. Menn keyra ekki langt á lakkinu og vélinni einu saman.
graman:
Þetta hefði getað endað illa ef hann hefði ekki verið á lokaðri götu og stuttur kafli, 100 metrar. Það var greinilega bara spurning um tíma hvenær þetta færi í sundur, og ekki var mikill hraði þarna, svipað og þegar menn taka vel á stað á ljósum í bænum. Smá bleyta á götunni hafi ekkert með þetta að gera, hann væri þá hvort sem er óökuhæfur í venjulegri umferð. Þeir sem sáu vinstri hlið bílsins sáu vinstra hljólið leggjast undir bílinn áður en hann fer uppá gangstétt.
Hann og annar fóru þennan kafla eftir að sýningarkeppni, á 100 metrum, á óbreytum eldri bílum var lokið og allt búið sem var þarna í gangi.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version