Kvartmílan > Almennt Spjall

Fjórðu kynslóðar sæti í þriðju kynslóð

<< < (2/5) > >>

Nonni:
Þau enduðu í $730.  Það er ágætlega sloppið fyrir þetta ný sæti, en fjórðu kynslóðar sæti fara yfirleitt á $600-$800 (ég var búinn að skoða þetta lengi áður en ég fór af stað að bjóða).  

Það voru nokkur pör í gangi þegar ég keypti þessi og flest voru að fara á svipuð verði, en eitt parið var komið yfir þúsund dollara.  Eina skýringin sem mér dettur í hug er að þau hafi verið úr blæjubíl, en þau eru sjaldgæf sjón (og þau passa ekki í þriðju kynslóðina).

Kv. Jón H.

sJaguar:
Þetta líkar mér. Ég hef nú ekki mátað mín sæti enn, en ég held að þetta eigi nú alveg að smell passa ég er búin að máta teppið en það passaði mjög vel, þetta var úr 96 camaro tjónabíl sem skemmdist að mér skilst 98. Svo vonast maður til að vera tilbúin með Transann fyrir næsta sumar. Var að panta á Summit Racing fyrir 5000 dollara:)

Trans Am Kveðja Márus Líndal

Nonni:
Ég þarf að taka myndir af mínum eftir helgina.  Það er búið að sprauta og hurðir og framendi eru komin á.  Ég geri samt ekki ráð fyrir að ég setji hann á skrá fyrr en næsta sumar.

Kv. Jón H.

Binni GTA:
Ok...borga 50 þúsund fyrir sætin,svo hvað ..vsk ? en hvað með toll ?

Hljómar svo helvíti vel...væri gaman að gera þetta !

Nonni:
Þetta fer vel yfir hundrað kallinn þegar flutningur og gjöld eru komin á, en er samt minna en hefði kostað að taka þau gömlu í gegn.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version