Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Pontiac Firebird +
T/A:
Daginn.
Ég var að velta fyrir mér hver væri nákvæmlega munurinn á venjulegum Firebird, Firebird Formula, Firebird Espirit og Firebird Trans Am og í hvaða röð þeir komu varðandi útbúnað (Stock Firebird....->....->Trans Am) ?? :oops:
Kær kveðja, Kristján Pétur
Nonni:
Mismunurinn er mismunandi milli kynslóða (og jafnvel árgerða).
Firebird er ódýrasta útgáfan, oftar en ekki með V6
Firebird Esprit er ég ekki klár á, en ég held að það hafi verið hætt með þá í kringum 1983-1984, en þeir voru eitthvað fínni en grunnútgáfan
Firebird Formúla er aflmeiri en venjulegur Firebird, og er oft með sömu uppsetningu og Transam (en með aðeins minna skrauti)
Firebird Transam er toppútgáfan
Síðan koma ýsmar útfærslur, og mismunandi pakkar, m.a.:
WS6-Agresív fjöðrun
Transam GTA-Kom 1987 og var með aðeins meiri íburði en venjulegur Transam. Ég er ekki klár á því hvort GTA var í boði út þriðju kynslóð (1992).
Kv. Jón H.
sJaguar:
Svo er auðvitað til Firehawk sem er soldið meira splæst í Firebirdinn 315hö og fleira dót. Svo er aðal birdinn 1978 Pontiac Firebird Trans Am Kammback sem er stadion (steisjon) útgafan af honum. Næsta mynd er 2000 Pontiac Firebird Hurst Hauler. Svo er Bird of Prey útgáfa af Firebird sem er einhver spes útgáfa af blæjubílnum. Svo seinasta myndin er 2002 Pontiac Trans Am Gold Rush með 383 og 450hö. Myndin sem ég á er alltof stór 1,01mb get ekki sett hana inn.
moni:
Er semsagt Trans Am bara týpa af Firebird??? Ég hélt nebblilega að Transinn væri sér týpa og héti ekki Firebird líka... stupid me
Bíllinn heitir þá Pontiac Firebird og svo Trans Am,
eins og Jeep Grand Cherokee Limited?
Ok kannski ekki besta dæmið en það virkar :D
Nonni:
Jamm, toppútgáfan hann heitir Pontiac Firebird Trans Am.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version