Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Lemans í DV

(1/2) > >>

kiddi63:
Hvaða bíll er þetta, ? Allavega kannast ég ekki við hann.
http://www.dv.is/?pageid=380&AdID=394956

ZeroSlayer:
ég þykist nú hafa séð hann einhversstaðr en er ekki viss  :roll:

ZeroSlayer:
hvar átti að vera þarna í endan :D  :oops:

MoparFan:
Þessi bíll hét LeMans Sport og þessi mynd er frá ´92 eða ´93 þegar var haldin þessi líka fína sýning í núverandi húsnæði bílaverkstæðis Heklu. Þá var þetta helv. flottur bíll, lakkið geðveikt og botninn allur nýmálaður. ´94 keypti strákur sem ég kannast við þennan bíl og honum tókst eiginlega að snýta því flottasta úr honum, keyrði aftaná pikkup á laugarveginum og smallaði þar með nefinu á bílnum, sem er úr trebba, og svo snéri hann honum á Kringlumýrarbrautinni og þá endaði bíllinn upp á eyju með nefið inní hliðinni á VW Golf sem var þar bíðandi á ljósum. Svo var hann eitthvað að spóla í hringi niðrá BSÍ og skellti honum utaní gangstétt og beyglaði eina felgu helvíti duglega. Svo losaði hann sig við bílinn, og þá var það strákur uppí Mosó sem keypti hann, og þar stóð hann í einhvern tíma. Síðasta sem ég sá af honum þá var búið að sparsla nefið á honum til og gera hann tilbúinn undir sprautun, en það eru allavega 6 ár síðan.
Mjög dapurt mál allt saman því þetta var svo helv. flottur bíll.

Ég tók nú í hann þegar hann var heill, það var orginal 350 í honum, bara ljúfur bíll, ekkert orkubú sko. En ég vona mikið að þessi bíll verði jafnflottur og hann var því þeir eru ekki svo margir þessir bílar hérna.

Ásgeir Y.:
held ég hafi séð hann í mosó.. ekki langt frá því þar sem gula '81-'82 vettan sem er að breytast í góðurhús stendur. getur það ekki passað?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version