Kvartmílan > Aðstoð

loft á vatnskerfi,

(1/2) > >>

Ibbi-M:
sælir, ég var að setja vatnsdæluna í bílin hjá mér ásamt vatnslás og flr og eftir að ég setti þetta í virðist eins og það sé enginn þrýstingur á kerfinu,  dælan virkaði samt fínt daginn áður, getur ekki verið að það sé loft inná kerfinu hjá méR? ef svo er hvernig  tappa ég því af á þessum bíl veit það einhver?

íbbi

firebird400:
Bara að opna á sem hæðstum stað í kerfinu, til dæmis með því að losa aðeins upp á hosuklemmu við vatnslás,

samt skrítið að það skuli ekki skila sér út í kassa :roll:

Ingvar Gissurar:
Loft á kerfinu veldur nú frekar meiri þrýstingi  :?  þe. þegar bíllinn hitnar

Eg skipti nú einhventíman um dælu í svona vettu og man ekki betur en ég hafi bara sturtað vatninu á kassan og sett í gang án nokkurra loftvandræða :?:

Hitnar bíllinn eðlilega? þú átt að geta með naumindum haldið við hosuna sem kemur frá vatnslásnum að kassanum ef hann er eðlilega heitur.
Þrýstingur kemur ekki á kerfið fyrr en hann er orðinn heitur.

Dælan byggir ekki upp neinn þrýsting, hún heldur bara upp hringrásinni á vatninu

firebird400:
setturðu vatnslásinn í með gorminn upp ?

er dælan rétt póluð ?

er dælan á thermostati ?

er nóg vatn á kerfinu ?

-Siggi-:
Er ekki reverse dæla í vettunni.

Þær líta eins út hvort sem hún er reverse eða ekki.
Eini munurinn er dæluhjólið.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version