Keppnin í gær var stórkostleg að mínu mati, Keppnisstjóri og hans crew fá mína þakkir fyrir góða skipulagningu og virkilega næs viðmót. Mínir menn í sportinu létu ekki sitt eftir liggja, og kepptu báðir í OF_flokknum, en það eru þeir Helgi Már Stefánsson á Pro Mod Camaro-inum og Kári Hafsteinsson á bláa Dragganum, en þeir voru að taka þátt í sinni fystu keppni og varð Kári í öðru sæti og Helgi í 3. eða 4. sæti (sorry er ekki viss en ef einhver veit meira , endileaga skellið þið því inn) og er þetta stórkostlegur árangur í fyrsta sinn í keppni! Þeir fóru 1/8 úr braut og taka líklegast allan pakkan áður en langt um líður
. Það hefur tekið 1&1/2 ár(plús blóð, svita og peninga
) að gera þessi tæki að því sem þeir eru í dag og enn er verið að betrumbæta græjurnar, Helgi á báða bílana og hafa margar hendur hjálpað til og eru það allt snillingar hver á sínu sviði í bransanum, en ég ætla ekki að tíunda hverjir það eru en árangurinn er öllum sýnilegur.
Veðrið var eins og best verður á kosið og keppendur allir meira og minna kátir og ánægðir, ég við þó nota tækifærið og óska Þórði til hamingju með geggjaðan árangur í bæði brautar og hraða metum og þetta er meiriháttar að upplifa, og að ógleymdum honum Benna vini mínum en hann var í fyrsta sæti í OF-flokknum, til hamingju Benni!
Að lokum vil ég hvetja alla sem vettlingi getað valdið að mæta á keppnirnar sem eftir eru í sumar og hvetja sína menn og eða ökutæki og hafa reglulega gaman að!
Powerið í græjunum þarna er geggjað!!!