Author Topic: Þjóðsögur, reimleikar og raunveruleikinn  (Read 2718 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Þjóðsögur, reimleikar og raunveruleikinn
« on: July 17, 2004, 18:20:22 »
Sælir félagar.

Nú þegar bracket æðið er runnið á menn þá finnst mér sjálfsagt að aðrir flokkar séu kynntir líka.
Ekki misskilja “bracket” eða “ET racing” er mjög sniðugt keppnisform, en á að mér finnst heima í keppnum sem eru keyrðar á öðrum tímum en þar sem bílar eru látnir starta á jöfnu.
Það að keyra “bracket” keppnar á föstudagskvöldum er annað mál, þarna er að vísu verið að taka af okkur æfingakvöld og breyta þeim í keppni.
Hvenær eiga menn að æfa sig, og er þetta ekki farið að bitna á Íslandsmeistaramótinu?
Það er mikið talað um að ekki sé nógu mikið af fólki til að geta haldið utan um æfingar (mikið til í því), og í sömu settningu er verið að tala um hvað mannvirkið (brautin) sé vannýtt.
Hvoru tveggja er rétt, en við erum ekki að nýta brautina betur með því að taka af eina tímann sem menn hafa til að æfa sig og setja þar keppni í staðinn!
Nú koma margir til að segja:  já en það er æfing á undan keppninni.
Þá kem ég með til baka, hvað eru margir mættir á tímanum 19-20, og ef að menn eru að gera breytingar og/eða eru að stilla og fleira þá endast ekki þessir tveir til þrír tímar til þess að prófa og stilla, sem síðan kannski þarf að endurtaka aftur og aftur.
Það er nú ekki eins og við höfum 12 mánuði á ári til að gera þetta, við teljumst góðir að ná fjórum mánuðum, og erum í skýjunum með fimm mánuði.   Föstudagskvöldin eru hinns vegar ekki nema kannski í tvo mánuði það björt að við getum haldið æfingar/keppnir þannig að við verðum eitthvað að hliðra til og velja og hafna.
Ég verð nú að segja að ég á í vandræðum með að verja þessar bracket keppnar eftir gærkvöldið (16-7 2004), því að ég taldi 27 þátttakendur í æfinguni hverfa á braut þegar tilkynnt var um byrjun á bracket keppni, og alls voru mættir 47 þáttakendur í allt þetta kvöld.
Þá erum við að tala um yfir 50% hafa ekki áhuga á þessu.
Þetta vekur mann sannarlega til umhugsunar ekki satt.!!!

Við erum núna í ár að sjá mikla fækkun í keppendum sem keppa í þessum hefðbundnu flokkum, eða meiri en helmings fækkun í heildartölu keppanda.
Þar sem reglum hefur ekki verið breytt þá get ég ekki séð að þær geti verið útgangspunkturinn í þessu máli, heldur hlítur það að vera eitthvað annað.
Nú voru nýir flokkar settir inn síðasta haust og ég verð að segja svona frá mínum bæjardyrum séð þá hafa þeir liðið fyrir það hvað sterk afstaða er tekin með “bracket”keppnum og kynningu á því.
Hafa þessir nýju flokkar verið kynntir?
Ef svo er Hvar?

Það er ekki nóg að setja reglurnar inn á spjallið, þegar reglusíðan er ekki einu sinni uppfærð.
Hvernig væri nú að gera þessum flokkum jafn hátt undir höfði og “bracket” flokkum og setja upp keppnar með þá eingöngu og gefa peningaverðlaun fyrir sigur í þeim!?!
Ég bara spyr.
Á ekki eitt yfir allt að ganga?????

Hvað varðar hina gömlu flokkana þá held ég að það sé komin upp gömul “Gríla”, sem sagt “þjóðsögurnar” um bíla sem eiga að steikja allt og baka, og “reimleikar” um aðra sem voru og eru ekki meir eða séu á leiðinni en aldrei koma.

Skoðum nú málið:

RS flokkur:   Impreza 555 Gríðarlega öflugur bíll, svo öflugur að kúpling fór í síðustu   keppni, hinn bíllinn SAAB Turbo, mikið afl já og of mikið fyrir kúplinguna og hún gafst upp!!!
Hvað er þá eftir jú fullt af bílum sem hefðu getað barist um sigur í þessum flokki.


GT flokkur:   Corvette 350 með forþjöppu, sama sagan fyrsta árið á algerlega eftir að setja bílinn upp og prófa, bilanir á bilanir ofan og þarf að fá allt til að vinna saman mjög eðlilegt.
Það þarf oft upp í tvö sumur (stutt hjá okkur) til að svona bílar geri það sem þeir eiga að gera.  
Steini á eftir að gera það gott þegar bíllinn er orðinn eins og hann á að vera.
Hvað er þá eftir í GT flokki?
Það eru allir hinir bílarnir sem ekki passa í  RS flokkinn með V8 og tölvukubba, V6 Turbo og innspýtingar, 4 cyl turbo ofl.........
Sem sagt tugir bíla sem eiga séns í þennan flokk eins og staðan er í dag.

MC flokkur:   Hér hefur verið mætt og sem stendur er einn keppandi sem einokar flokkinn en ég hef allavega ekki heyrt neina uppgjöf í öðrum keppendum.
Ég tek ofan fyrir keppendum í MC og þeirra þrautsegju.

SE flokkur:   Þarna svo sem var ekki um svo mjög mikla breytingu að ræða, og persónuleg hélt ég strax í fyrra að SE flokkurinn yrði í vissri tilvistarkreppu í sumar.
Það var hinns vegar tilvistarkreppa af öðrum orsökum en ég gat ímyndað mér sem er að hrjá flokkin.   Ég hélt að “True Street” flokkurinn myndi verða sterkur og taka frá SE; MC; og GT flokkum en svo varð ekki.
Það eru til bílar í SE flokkinn og ég skora á þá sem fyrir eru að taka fram nítró brúsann og mæta í “True Street” því að margir bílar sem til eru í dag myndu geta veitt Gísla á Challenger-num keppni með bláu flöskuni.

GF flokkur:   Kannski sá flokkur sem maður gerði engar sérstakar væntingar til í sumar, þarna voru bílar sem hefðu getað farið bæði í “Outlaw” og “Pro Street” þannig að GF flokkurinn hefði kannski getað verið opinn á eftir og komið á óvart.
Þarna er það sama og með SE flokk, Upp með nítróið og mætið!!!!!!!!!!!!!!!!!.

Þá eru það “leyniflokkarnir” okkar.:

Milde Street;  True Street;  Pro Street; Outlaw og CS Super Street
Þessa flokka má síðan skipta niður í gömlu flokkan eða réttara sagt þeim gömlu má skipta á þá nýju!

Skiptingin yrði þá til dæmis eftirfarandi:

Mild Street = MC-SE-GT,  True Street = MC-GT- SE-GF,   Pro Street = GF-SE-OF osf...

CS Super Street = RS-GT.

Þá er bara að fara að lesa sig til, það eru flokkar fyrir alla, og svo ef þið sjáið ekkert ljós í þessu, þá er það náttúruleg já hvað annað “bracket”.

Ég skora á alla sem standa að keppnunum og stjórn klúbbsins að gera öllum keppnisflokkum jafn hátt undir höfði með jafn góðri kynningu sem nær til allra flokka.  

Ég skora líka á alla þá sem eiga skemmtilega og aflmikla bíla bæði nýja og gamla að skoða flokkana og sjá hvar þeir passa inn í og mæta síðan til keppni.
Það er enginn orðinn Íslandsmeistari fyrirfram.  
Við hljótum samt að auglýsa eftir þeim sem langar til að verða það
Það er heldur enginn búinn að vinna keppnir fyrifram eins og dæmin hafa marg oft sýnt.
Látum þess vegna ekki “þjóðsögur” um ósigrandi “Tröll” og “Drauga” fortíðar glepja okkur og hræða frá því að gera það sem er skemmtilegt.
Mætum öll og höfum gaman af.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
Hugtök
« Reply #1 on: July 21, 2004, 20:50:53 »
Daginn.

Ég er að byrja að detta inn í þessa umræðu og langar að komast inn í þennan félagskap og þennan ágæta kunningjahóp.
Ég á eftir að láta sjá mig oft upp á braut í framtíðinni og er að skoða kaup á amrískum vöðva.
Oft hefur maður séð þessi hugtök sem notuð eru yfir flokkana, og nú óska ég eftir ýtarlegum details um þau :)

Sá svona klausu;
Mild Street = MC-SE-GT, True Street = MC-GT- SE-GF, Pro Street = GF-SE-OF , CS Super Street = RS-GT.

Fyrir hvað standa þessi hugtök og hvernig bílar eru í þeim? Kannski smá hugmynd af tegund, vélarstærð öðrum útbúnaði um hvaða bíll á heima í hvaða flokki.

Takk í bili, Elmar Snorrason aka Elli
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Innlegg í umræðu.
« Reply #2 on: July 22, 2004, 00:22:01 »
Sælir félagar. :)

Sæll Elmar.

Það er rétt mönnum finnst stundum klúbburinn vera svolítið lokaður, og það getur svo sem verið að við sem höfum verið þar lengi áttum okkur ekki á þessu. :oops:
En trúðu mér það er sko örugglega ekki ætluninn að neinum finnist hann/hún óvelkominn í hópinn, öðru nær og vil ég hér með hvetja áhugamenn og konur til að mæta á fimmtudögum til okkar að Kaplahrauni 14 Hafnarfirði en þá er opið hús frá kl.   20-23:30.
Hvað varðar spurningar þínar um upplýsingar um flokkana þá er þær að finna inn á kvartmila.is. :shock:
En svona til að auðvelda þetta þá eru hér beinar slóðir inn á reglurnar.
Aðalreglur og öryggisreglur eru síðan á reglusíðunni. :idea:

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7111
Flokkar sem Kvartmílu klúbburinn hefur keyrt í mörg ár.

Nýir flokkar sem hafin er keyrsla á.

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7109
Northeast Pro Street Shoot Out.
Vefsíða:   http://www.geocities.com/maplegroveshootout/


http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7110
Osca Street Car Racing.
Vefsíða:   http://www.oscaracing.com


http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7112
Canadian Sport Compact Series.
Vefasíða:   http://www.cscs.ca/

Ég vona að þetta hjálpi.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.