Kvartmílan > Almennt Spjall
Vantar aðstað við að Finna Camaro.
MrManiac:
Þegar ég var 15 ára gamall átti ég mérþann draum að eignast Camaro haug vem var hér á selfossi. þar sem maður er orðinn talsvert mikið eldri og fjárræði leifa langar mér að leita þennan bíl uppi. Bílinn er Chervolet Camaro Z-28 Iroc Z 1987. Samkvæmt bifreiðaskrá er hann í eigu Jakobs Inga Sturlaugssonar Efstahrauni 12 Grindavík. Bílinn var seinast á plötum árið 2000. Jakob umræddur seldi bílinn 2000 og hann hefur ekki verið skráður eftir það og hann hefur ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn. Er einhver sem veit meira um hann. Hann er Metalic Blue með Brúnni innréttinguóg á Iroc Felgunum. Númerið á honum var KE-600.
Öll hjálp væri vel þökkuð.
ÁmK Racing:
Þessi Camaro irocz sem þú ert að tala um er búinn að fara í pressuna.Þessi bíll var kominn í reykholt og þar reyndi vinur minn að kaupa hann en það gekk ekki.Hann var þá orðinn mjög dapur en vel uppgerðarlegur þetta var 99.Ég skoðaði bodyið inn i Vöku áður en það var pressað var að hugsa um að hirða það en það var gjörsamlega í rúst.Svona fór fyrir þessum ágætis Camaro.með kveðju Árni.
-Siggi-:
Ég man eftir bíl sem var hérna í bænum hann var rauður en
maður gat séð að hann hafi verið blár áður.
Ég held alveg örugglega að það hafi verið KE-600.
MrManiac:
Þetta eru mjög sorglegar fréttir.......Jæja Veit einhver um Iroc Z til sölu þá ?
Firehawk:
--- Quote from: "FLUNDRI" ---Ég man eftir bíl sem var hérna í bænum hann var rauður en
maður gat séð að hann hafi verið blár áður.
Ég held alveg örugglega að það hafi verið KE-600.
--- End quote ---
Neibb, það var annar. Sá bíll var keyptur af varnaliðseignum í kring um 1991 og málaður rauður á Akureyri. Hinn (sem ég hélt að væri 1986?) var alltaf kóngablár með gylltum röndum og gylltu í felgum. Ég sá hann síðast í kringum 1999 í frekar döpru ásigkomulagi. Einhver (fyllið inn af viðeigandi orði að eigin vali) hafði td klippt (tætt!) gólfið fyrir aftan aftursætið, sennilega til að komast að bensíndælunni!!!! :shock: :shock: :shock:
Ég held að þessi rauði sé reyndar dauður. Hann lenti örugglega í árekstri og var rifinn á Rauðavatni. (ef að minnið er ekki að fara með mig).
-j
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version