Kvartmílan > Almennt Spjall
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
Jón Þór Bjarnason:
Mér og föður mínum dauðlangar að koma. Hann er með Dodge Durango R/T sem hann er búinn að tjúna eitthvað um 320+ hp. Hann er einn af þeim fyrstu sem fluttu inn Charger í gamla daga og er búinn að eiga nokkra slíka. Ef við fáum grænt ljós mætum við og göngum eflaust báðir í klúbbinn líka.
P.S frábært framtak
440sixpack:
--- Quote from: "Camaro67" ---En hvernig er með þá menn sem eiga Ford Chevy eða Mopar úti í skúr sem er óökuhæfur vegna uppgerðar en hafa brennandi áhuga og eru ekki meðlimir í kvartmíluklúbbnum, en mæta nokkuð oft á keppnir??????
Kveðjur
Maggi :roll:
--- End quote ---
Erfið þessi spurning. Til stendur að þetta sé eingöngu fyrir eigendur bílanna og meðlimi KK í þetta sinn. Ef vel tekst til í ár verður þetta líklega að árlegum viðburði og þá væntanlega opið öllum sem hafa áhuga að borga sig inn.
Markmiðið með þessu er í raun þríþætt.
1. Erum að víkka út starfssemi KK þannig að sem flestir áhugamenn um þessa bíla geti starfað saman undir merki klúbbsins þó að þeir hafi mismunandi áhugasvið innan bíladellunar.
2. Þjappa saman og kynnast þeim strákum sem eiga svona bíla og hafa mikið gaman af.
3. Gera generalprufu á því hvort sé grundvöllur hér á landi fyrir svona móti og ef vel tekst þá gert að árlegum viðburði.
PS. Þú getur gerst meðlimur KK líklega á hálfu gjaldi út árið 2.500 og þannig komið með því að framvísa skirteininu og í bónus fengið frítt inná þær keppnir sem eftir eru sumars.
Kveðja Tóti
Vettlingur:
Sæll Tóti
1. Maður víkkar ekki út starfssemi klúbbsins með því að hafa uppákomur lokaðar fyrir aðra en félagsmenn.
2. maður kynnist ekki mönnum sem eiga og hafa áhuga á svona bílum ef maður fær ekki tækifæri á því.
3. Vonandi fer þetta samt vel fram svo að grundvöllur sé fyrir áframhaldi.
ps Við feðgar erum nú þegar búnir að mæta á nokkrar keppnir í sumar og erum sjálfsagt búnir að greiða fyrir það eitthvað af þúsundköllum.
:evil:
Kveðja
Maggi
440sixpack:
Maggi minn sjáðu nú til.
Vegna þessa stutta fyrirvara sem við höfum fyrir þetta mót höfum við ekki tök á því að opna þetta fyrir almenningi í ár. Flestir þeirra bíleigenda sem ætla að vera með okkur eru ekki í KK ennþá en það stendur til bóta vonandi að efla þessa deild innan KK.
Og eins og ég sagði hér að framan var ég að bjóða þér að ganga í KK fyrir hálfvirði kr. 2.500 og innifalið í því er: Frítt á Sumarmótið, frítt á þær fjórar keppnir sem stendur til að halda til viðbótar í sumar auk fullt af afsláttarfríðindum hjá Bílabúð Benna, Bílanausti, Orku að mig minnir, og fleirum.
Ef þú hugsar aðeins betur um þetta þá finnst þér þetta vonandi ekki ósanngjarnt.
Kveðja
Tóti
440sixpack:
--- Quote from: "Nonni_n" ---Mér og föður mínum dauðlangar að koma. Hann er með Dodge Durango R/T sem hann er búinn að tjúna eitthvað um 320+ hp. Hann er einn af þeim fyrstu sem fluttu inn Charger í gamla daga og er búinn að eiga nokkra slíka. Ef við fáum grænt ljós mætum við og göngum eflaust báðir í klúbbinn líka.
P.S frábært framtak
--- End quote ---
Verið velkomnir í KK og einnig með Durango RT á Mótið
PS. Er faðir þinn Bjarni Þór Jónsson
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version