Kvartmílan > Almennt Spjall
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
440sixpack:
Til allra Mopar Ford og GM eigenda!
Jæja strákar og stelpur nú er komin tími til að taka höndum saman og halda svona útihátíð eða svokallaðan Musclecar Meeting. Við eigum alveg helling af flottum amerískum bílum hérna heima og tími til kominn að sameina okkur sem höfum þetta áhugamál. Hugmyndin er að þetta standi yfir frá morgni til kvölds.
Hugmyndin er sú að halda þetta uppi á Kvartmílubraut þ.e.a.s að bílarnir yrðu staðsettir í pyttinum ásamt skiptimarkaði (Swap meet). Ljósin yrðu sett upp og grillið líka. Jafnvel hægt að hafa einfalda bikarkeppni (á radialdekkjum) ef við verðum heppnir með veður. Hvað er skemmtilegra en að hittast allir uppá braut. Skoða spjalla grilla segja sögur og taka nokkrar ferðir “test and tune” og svo framvegis. Engin pressa bara slökun. Kynnast allir betur og styrkja þennan annars ágæta félagsskap sem um bíladelluna er.
Kvartmíluklúbburinn er svo miklu meira en bara félag manna sem hafa áhuga á kvartmilu. Það skiptir engu máli hvort bíllinn þinn fer kvartmíluna á 10 eða 17 sek. Svona mót eru haldin um alla Evrópu meira að segja í Sviss. Hættum nú að gaufa hver í okkar horni og gerum þetta saman það er einfaldlega miklu skemmtilegra.
Ef þetta heppnast vel og verður að veruleika mun þetta verða að árlegum viðburði sem spyrst út og eykur orðspor okkar sem stundum þetta sport. Hver veit nema að fólk myndi vilja koma og borga sig inná svona mót (eins og er gert allstaðar annars staðar) sem yrði þá enn betri afkoma KK sem þýðir enn betri aðstaða fyrir félagsskapin okkar.
Vonandi væri hægt að halda þetta um miðjan eða seinnipart ágústmánaðar það eina sem vantar er viljan í okkur sem eigum þessa bíla. Rífum upp stemninguna og póstið inn hér hvernig ykkur líst á þessa hugmynd.
Með kveðju
Tóti
Zaper:
Þetta gæti orðið gaman, og ef veður væri gott gætu menn tekið með sér uppgerðar albúmin og haft á húddinu hjá sér :wink:
1965 Chevy II:
Prýðilegt...ég mæti,get allavega aðstoðað við grillið þó druslan verði að vera í skúrnum.
Daníel Hinriksson:
Þetta er frábær hugmynd, styð hana 100%. Ég mæti þó að druslan mín verði líka að vera í skúrnum :wink: Það er þá kannski séns að finna eitthvað sniðugt til sölu ef menn verða duglegir að dusta rykið af gullinu sínu heima í skúrnum.....
firebird400:
ja ef þetta er ekki hugmynd þá veit ég ekki hvað, en hvenær er verið að spá í að halda þetta.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version