Author Topic: Stutt yfirlit yfir öryggiskröfur á brautinni.  (Read 3489 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Stutt yfirlit yfir öryggiskröfur á brautinni.
« on: May 28, 2004, 14:31:05 »
Sælir félagar. :)

Það hefur mikið verið rætt um öryggisbúnað og öryggisskoðanir að undanförnu.
Hér á eftir koma nokkrar ráðleggingar til ykkar sem langar að keppa og fara hratt, því þá þarf að fara eftir vissum öryggisreglum sem eru alþjóðlegar.
Staðreyndin er hinns vegar sú að það eru jú alltaf einhverjir sem ekki skilja hvers vegna það þarfa að setja fyrirbyggjandi öryggisbúnað í sín keppnistæki.
En það er einfaldlega til þess að verja viðkomandi ökumann og áhorfendur ef slys yrði, og til að halda sportinu eins öruggu og hægt er.
Auðvitað er það möguleiki að svindla á öryggisskoðun, en er það þess virði.
Er maður þá ekki bara að svindla á sjálfum sér?
Það er eins og oft er sagt: “Ef þú ert með 2000kr haus þá kaupir þú þér 2000kr hjálm.”

Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar sem eru fengnir frá NHRA og notaðir um allan heim.
Þessar viðmiðunarreglur hafa verið flokkaðar eftir tímum, þannig að þetta er auðveld og fljótleg lesning.
Ef einhver er með fleiri spurningar um öryggismál  þá endilega að spyrja og við reynum að svara um hæl.

Reglur fyrir alla:

Ef rafgeymir hefur verið færður til þá þarf ökutækið að hafa utanáliggjandi höfuðrofa sem rýfur allan straum og drepur á vél.
Breyta þarf tengingum á tækjum með rafal til að höfuðrofi drepi á mótor þegar honum er slegið út.
Allir ökumenn verða að vera með viðurkenndann hjálm á höfði.


12,00 til 13,99

Allir ökumenn verða að vera með staðlaðann hjálm.
Blæjubílar verða að vera með sex punkta veltigrind.


10,00 til  11,99

Bílar með óbreyttan hvalbak og óbreytt gólf og yfirbygginu mega fara í 10,00sek með sex punkta veltigrind.

Blæjubílar sem fara hraðar en 11,00sek verða að vera með samþykkt 10-punkta veltibúr.

Sérsmíðaðir (aftermarket) öxlar skylda.

SFI stöðluð fimm punkta öryggisbelti skylda.

SFI staðlaður damper skylda (eða hlíf) fyrir bíla sem eru með tímann 10,99 og undir.

Allir ökumenn verða að vera í SFI stöðluðum eldvarnar jakka. (galli æskilegur)

Beinskiptir bílar verða að vera með SFI samþykkt kúplingshús eða hlíf.

Sjálfskiptihlíf SFI stöðluð skylda á bílum sem fara 10,99sek og hraðar.

Allir ventlar í felgum verða að vera með stál legg.


7,50 til 9,99.

10 punkta veltibúr með fullri skoðun skylda.

Glugganet skylda.

Marglaga (multi-layered) SFI staðlaður eldvarnargalli skylda.

SFI staðlaður hálskragi skylda.

Sjálfskipting verður að vera með SFI samþykktri flexplötu (flexplate) og hlíf.

Fallhlíf skylda þegar ökutæki hefur náð 150mph-240km og/eða er aðeins með bremsur á afturhjólum.

Við vonum að þetta hjálpi eitthvað, og svari einhverjum spurningum.

ATH!

Þegar tæki er komið niður fyrir 10,00sek þá gilda mun strangari reglur um útbúnað, byggingu og stöðlun.
Hér að ofan er aðeins stykklað á stóru og ættu menn að lesa aðalreglurnar og hafa samband við skoðunarmenn klúbbsins ef einhverjar spurningar vakna.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Kiddi J

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 530
  • NTGLTY
    • View Profile
Stutt yfirlit yfir öryggiskröfur á brautinni.
« Reply #1 on: June 14, 2004, 12:10:55 »
engar reglur fyrir 10.00-10.98 :?:  :?:  :?:
Kristinn Jónasson

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Stutt yfirlit yfir öryggiskröfur á brautinni.
« Reply #2 on: June 14, 2004, 13:09:20 »
Sæll Kiddi.

Sorry þetta var smá innsláttarvilla hjá mér.
þetta er að sjálfsögðu 10.00-11,99sek.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.