Author Topic: Fín æfing í gærkveldi 16/7  (Read 1954 times)

Vefstjóri KK

  • Guest
Fín æfing í gærkveldi 16/7
« on: July 17, 2004, 12:37:50 »
Það var fín æfing í gærkveldi 16/7. Við vorum með meiriháttar fínan mannskap á æfingunni. Það er útlit fyrir að við séum að koma sterkir inn. Við vorum tilbúnir kl 1900 sem kemur öllum á óvart!!! En ekki mér sem vissi að við getum verið sómalegir á æfingum og keppnishaldi. Ég bendi öllum á að koma strax og keyra næsta föstudag kl 1900 á slaginu því ekki veitir af eins og ágangurinn er. Tveir og hálfur tími til að keyra reynsluferðir á að vera nóg fyrir brakketkeppni. Fyrirkomu lagið tekur breytingum hjá okkur þar sem við erum að prufa okkur áfram. Við keyrum ekki brakket næstu helgi vegna keppnishaldsins á laugardag, einungis æfingu á föstudagskvöldið.
   Brakketkeppnin var fín. Það sýndi sig að það er hægt að vera heppin í brakketi þar sem vinner kvöldsins var með byrjendaheppni með sér. Keppnin var með einföldum útslætti, þú tapar , þú ert úr leik. Hilmar á 4play vettunni var mjög góður alla æfinguna þjófstartaði um 1/1000 og þar fóru hans möguleikar út í veður og vind. = Ekki fær Ragga nýja skó í dag! Einn þátttakandi varð fyrir því óláni að brjóta gírkassan hjá sér. Töf varð á meðan við þrifum upp það mesta. Sellurnar stríddu okkur í sólsetrinu en allt í lagi. Pittprentarinn er komin í hesthúsið og virkar fínt.
stigurh

Offline 3000gtvr4

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Fín æfing í gærkveldi 16/7
« Reply #1 on: July 17, 2004, 13:05:50 »
Þetta var rosalega gaman var að prufa brakket í fyrsta sinn og það var svaka stuð var þarna á Audi Quattro og varð í 3 sæti að ég held :D
Átti líka besta viðbragðið sem var 3/1000
Birgir Kristjánsson
Honda Integra Type-R Turbo
1/4Mile 12.360@111.93
Íslandsmeistari í RS flokk 2007

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Stígur er maðurinn!
« Reply #2 on: July 17, 2004, 16:45:00 »
Stígur er maðurinn, ég legg til að við notum tækifærið og hrósum honum hér að neðan.

Ég er búinn að bjóða mig fram í að hjálpa til við föstudagsæfingar og skora ég á meðlimi klúbbsins og þessa spjalls að gera slíkt hið sama. Klúbburinn telur hátt í 100 manns og þetta má ekki hvíla á of fáum höndum.

Einnig vil ég vekja athygli á að allir meðlimir klúbbsins eru velkomnir með bílana sína í keppni, það gerðist í síðustu keppni að það var ekki hægt að keyra nema 2 af gömlu flokkunum og 1 bracket flokk, 15 eða 20 tæki skráð í keppni þetta er ekki það sem áhorfendur koma tli að horfa á. Áhorfendur vilja fjölda af tækjum, klúbbur með þennan skráða fjölda á að geta verið með fleiri keppendur. Þetta má ekki verða til þess að áhorfendur hætti að koma á keppnir.

Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0