Kvartmílan > Almennt Spjall

Úrlslit frá keppninni í dag.

<< < (3/4) > >>

baldur:
Amk ekki malarvegs spec dekk...

ilsig:
Sæll Einar góður punktur eða myndataka,annar M/T GÖTUSLIKKIN var
vindlaus eftir siðust timatökuferð,svo ég varð að henda GoodYear undir
í staðin til að keyra via la Bracket  :?
Engu að síður náði ég 10,48 ferðinni M/T götuslikkum   :D

p.s pungteraði svo að lokum Good Year slikkan áður en ég komst á
Keflavíkurvegin   :cry:

kv.Gísli Sveinss

Einar Birgisson:
Nú þá er bara Congrats og alles, svo er bara að fara neðar með Challann.
131,760 MPH he he "SBC-glide-1600kg-dælubensín"

Nóni:
Ég er ofsa sáttur við SAABinn og glaður yfir því að hafa náð aftur hraðametinu í RS-flokki sem Gulli náði svo glæsilega af mér á laugardaginn þegar hann fór á 114 mílum. Ég bústaði þá aðeins meira á sunnudaginn og fór á 12,100 á 115 mílum og SAABinn var þrátt fyrir það hinn hressasti og hefur skilið eftir gúmmí um víðan völl síðan þá.

Myndir af slippum á http://www.icesaab.net

Kv. Nóni

Ice555:
Já, það væri nú gaman að sjá fleiri bíla á brautinni.  Það verður að teljast lélegt þegar hvorki næst að keppa í RS eða GT flokki.  Nóg er allavega til af bílum sem gjaldgengir væru í þessa flokka.  Við óskum Nóna til hamingju með hraðametið og góðan tíma á mílunni.  Hann fær allavega að halda því í nokkrar vikur, en við lofum því ekki lengur.  Metið í RS flokki var bætt lítillega á laugardaginn af 555 Imprezunni og er núna 11,732 sek.  Það var bakkað upp með tímanum 11,747 sek.  Mesti hraði sem hún náði var 114,2 mílur.  Þessi tími og hraði verður bættur í ágúst.  Nú er verið að undirbúa bílinn fyrir keppni í Englandi 1. ágúst.  Þar keppir Gulli í keppni sem heitir "Ten Of The Best 3 (TOTB3)" en í henni taka þátt tíu bestu götubílar of hverri tegund í Bretlandi auk nokkurra sem boðið er að taka þátt.  Keppendur eru tæplega 130.  Keppt er í þremur greinum; kvartmílu, hámarkshraða á 1,25 mílu og tímatöku í braut.  Í þessari keppni eru þrír flokkar; framdrifs bílar, afturdrifs bílar og bílar með drif á öllum hjólum.  Sigurvegari verður sá sem fær besta samanlagða árangur í öllum greinunum þremur; í hverjum flokki og síðan heildarsigurvegari allra keppenda.  Allir bílar verða að vera löglegir til aksturs á götu.  Teg. eldsneytis er frjáls, nítró er leyft, en dekk verða að vera lögleg til götuaksturs með E eða DOT merkingu og lágmarks dýpt á munstri er 1,6 mm.  Keppnin fer fram á stóru flugvallasvæði, sem heitir Elvington Airfield.
Með von um aukin fjölda keppenda í kvartmílu á Íslandi.

Halldór Jónsson
Team 555

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version