Author Topic: Bracket keppnin.  (Read 2694 times)

Offline DanniR

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 15
    • View Profile
Bracket keppnin.
« on: July 03, 2004, 23:31:57 »
Ég kem frá live2cruize og var einn af fáum frá okkur sem mætti á þessa keppni á föstudaginn :) Fólk tók kannski eftir mér en ég var á hvíta Mitsubishi Coltinum. Það sem mig langar að vita, er hvernig mér gekk? Ég er svona nokkurn vegin að skilja hvernig keppnin fer fram og allt það, en ég er ekki að skilja hvernig sætunum er raðað. Allavega þá keppti ég 5 keppnir utan tímatöku, vann 3 af þeim. Hinar 2 voru á móti sama bílnum, sem var Dodge Neon, og mér skilst að það var mjög reyndur ökumaður á honum. En allavega, þá langar mér að vita hvaða sæti ég lenti í :) Ég er allavega ekki að skilja það dæmi. Veit bara að ég keppti síðast við þennan Neon tvisvar, og svo var slökkt á öllu og ég fór heim.....

En annars var þetta alveg stuð :) Mætti alveg prófa þetta áfram og gera svona oftar til að ná tökum á þessu þannig að þetta tekur ekki svona langan tíma aftur, en annars var þetta bara hin fínasta skemmtun og ég þakka bara fyrir mig :)

Kveðja, Danni.
Kveðja, Danni.

'99 BMW E39 540iA - V8 kettlingur

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Bracket keppnin.
« Reply #1 on: July 04, 2004, 23:32:41 »
Já hvernig fór þetta?

Hver varð L2C kóngur, eða var það drottning??? :?  :roll:

kv
Björgvin

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Bracketflækja.
« Reply #2 on: July 05, 2004, 11:54:54 »
Sæll Danni.

   Sko, 'eg var á Neoninum á móti þér. og við (ég og þú) vorum að keppa um 2-3 sæti og hvor okkar færi í skelfinn Torfa. (cherokeetröllið)  Og ég vann þig, og það er rétt það var slökkt á öllu en sett í gang aftur þegar uppgötvaðist að það var 1-1 hjá Torfa og mér.  Og við fórum eina ferð enn sem ég tapaði. (kallhel***** setti á mig viðbragð uppá 2. 1000 þe. ,502 sem ég átti ekkert svar við. Ég  fór undir tíma líka)

  Já það er rétt hjá þér ég hef farið áður á brautina ca 700+ ferðir á ca, 20 árum.

  Þú stóðst þig vel, einsog flestir þarna og það var gaman að sjá "nýliðana" fella út allskonar gamla lampa sem eiga að heita þrælvanir.  En svona er bracket, Pressa á ljósin alveg AÐ rauðu ljósi.

  Mér fannst samt gaman þrátt fyrir að þetta tæki alltof langann tíma.  Mér skilst að það hafi þurft að "restarta" græjunni uppi á milli ferða. (Ég er að tala um Kötu, ekki tímatökubúnaðinn)

   Þannig að meira segja Hilmar sem vann BA flokkinn taldi þetta ekki vera mjög gott tímakaup. he he

  En gengur miklu betur næst,  Og þá kannski komið betra kerfi í keyrslu og uppröðun (og kominn ritar með meira en 8 slög á mínútu)

 Kveðja til allra sem voru í keppnissköpum.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline DanniR

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 15
    • View Profile
Bracket keppnin.
« Reply #3 on: July 08, 2004, 13:45:21 »
20 ár :shock: ég er ekki einusinni búnað lifa það lengi :?

En samt! Þetta var gaman :D

Tók líka eftir því að margir aflmiklir bílar lentu í þeim vandræðum að spóla meira í startinu en þeir aflminni og það var t.d. þessvegna sem ég vann Gunna GS Tuning á bimmanum, eða svo var mér sagt.

Það er alveg pottþétt að ég mæti aftur á svona brakket keppni einhverntímann, á Coltinum eða einhverjum öðrum, en þetta finnst mér bara stuð :)

Kveðja, Danni.
Kveðja, Danni.

'99 BMW E39 540iA - V8 kettlingur

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Ofurtrakk
« Reply #4 on: July 09, 2004, 09:10:45 »
Tja.

   Nú er búið að úða "trakkbæti" á brautina og það ætti að jafna leikinn fyrir þá sem voru að missa sig í spól á síðustu "keppni"

   Þannig að nú verður einhver önnur afsökun þegar maður tapar.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.