Kvartmílan > Almennt Spjall

Sýning á 17 júní

(1/1)

stigurh:
Kæru félagar

Við vorum með flotta sýningu við kirkjuna á afmælisdegi lýðveldisins. Bílar frá félögum okkar í klúbbnum og annara sem standa utan félagsins skörtuðu sínu fegursta. Ég tók marga gesti tali og allir voru þeir sammála um að þetta væri flott hjá okkur og færi vel í flóru dagsins. Það væri flott að fá inn myndir af bílunum hér á vefin. Þarna var Þórður með Willis 41. Ég, Stígur, með Volvo 63, Þröstur Guðna með 70 Chevelle, Ingólfur með C5 Corvette og Camaro 67 , Norðdal með Camaro 68, Gísli með 71 Challanger, Ingvar með D440 Challanger, Jóhann með Challanger. Harry Herlufsen með 79 Camaro, Harry Hólmgeirs með 69 Camaro. í eigu Þrastar einn stórglæsilegur 30 Lincoln Limosine. Örvar með Pontiac, Smári með Mustang. Gunnar með Trans Am. Torfi með Charger. Jóhann J með Dart GTS. Svo tveir sem ég man ekki hverjir eiga, 71 Mustang og Audi 04. Ómar Norðdal stóð svo vaktina allan tíman og lét ágenga heyra í sér.  Bæjarstjórinn mætti og sagði bæjarbúa líka sýninguna svo vel að hún væri ómissandi hluti af hátíðahöldunum. Félagar, við komum aftur að ári og gerum betur.

Stígur Andri Herlufsen

Moli:
myndir eru komnar á www.bilavefur.tk  :wink:

1965 Chevy II:
Myndir

Navigation

[0] Message Index

Go to full version