Author Topic: Föstudagsæfing í góðu veðri  (Read 2205 times)

Vefstjóri KK

  • Guest
Föstudagsæfing í góðu veðri
« on: June 12, 2004, 12:19:58 »
Það var flott veður og fullt af fólki upp á braut. Flottir bílar að fara flottar ferðir. Ómar Norðdal fór á 10,898@123,97 mi. Tíu sekúndu klúbburinn stækkar enn. Meistari Smári var að keyra á 12,1-2 sek á hvíta Mustanginum. Harry Herlufsen fór flatar 12 í svaka spóli. Harry og Ómar misstu báðir trissureimarnar og róru fáar ferðir meðan Smári drap ekki á bílnum. Smá vesen með sellurnar í byrjun enn svo var allt í lagi. Við erum án hljóðkerfis sem Ingólfur Arnarson formaður hefur lánað KK í áraraðir. Það stendur til bóta því Ingólfur ætlar að útvega KK hljóðkerfi á góðu verði í nánustu framtíð. Við þökkum starfsfólkinu fyrir skemmtilegt kvöld og öllum þeim sem lögðu hönd á plógin, einnig þökkum við öllum öðrum fyrir komuna.
stigurh 8926764

Offline PalliP

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 297
    • View Profile
Föstudagsæfing í góðu veðri
« Reply #1 on: June 12, 2004, 12:51:59 »
Daginn
Ég vil bara þakka fyrir mig, gaman að sjá gróskuna og bílafjöldann á brautinni.
Eru tímarnir birtir hér eða kemst ég í þá einhversstaðar?
kveðja
Páll Pálsson
Toyota Yaris T-sport
Kveðja
Páll Pálsson
S.822-0501
______________________________
Willys CJ-5 torfærujeppi
Willys CJ-2 1951

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Föstudagsæfing í góðu veðri
« Reply #2 on: June 12, 2004, 23:03:09 »
Tíma frá æfingum er bara hægt að nálgast á æfingum það er ekkert haldið utan um þá tíma en menn geta fengið útprentunina strax eftir ferðina.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas