Kvartmílan > Almennt Spjall

Kappakstursbraut í Reykjanesbæ?

(1/1)

1965 Chevy II:
Erlend teiknistofa vinnur þessar vikurnar að hönnun kappaksturs- og dekkjaprófunarbrautar í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram á fréttavef Víkurfrétta og segir þar að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið nokkrum sinnum til að skoða aðstæður og varið umtalsverðum fjármunum til verksins. Samkvæmt upplýsingum úr stjórnkerfi Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir brautinni ofan Reykjanesbrautar á svæði frá Seltjörn að Patterson-flugvelli.
Víkurfréttir segja að kappaksturs- og dekkjaprófunarbrautin verði upphituð og hægt að stilla brautarhita mjög nákvæmlega eftir óskum dekkjaframleiðenda hverju sinni. Sé þá horft til þess að hér á landi sé hægt að komast í mikla orku á hagstæðu verði og mikill jarðhiti sé á svæðinu.

Fram kemur að viðræður standi yfir við alla stærstu hjólbarðaframleiðendur heims um aðkomu að verkefninu

Frá MBL.IS

TONI:
H'URRA H'URRA H'URRA

kiddi63:
hér er þessi frétt, svo menn geti lesið nánar

http://www.vf.is/default.aspx?path=/resources/Controls/47.ascx&C=ConnectionString&Q=Front4&Groups=0&ID=16478&Prefix=4047

Danni Málari:
of gott til að vera satt, trúi þessu ekki fyrr en ég sé það gerast.

Navigation

[0] Message Index

Go to full version