Author Topic: Hefur einhver prófað rafmagns-ryðvörn?  (Read 4681 times)

Offline Gusti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
    • http://www.magnarar.com
Hefur einhver prófað rafmagns-ryðvörn?
« on: May 12, 2004, 14:17:15 »
Ég var að spá hvort einhver hér hefði reynslu af
svona "rafmagns"-ryðvörn? Það er tæki sem maður
setur inn í bílinn sem gefur frá sér straum til að
koma í veg fyrir að ryð myndist á boddíinu....

Ef einhver hefur notað svona eða veit um einhvern
stað þar sem þetta er selt, endilega gefið mér smá
comment um það...
_________________
Kv.
Gústi
www.hljomur.com

Offline Atli Camaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 327
    • View Profile
Hefur einhver prófað rafmagns-ryðvörn?
« Reply #1 on: May 12, 2004, 16:22:12 »
Ég myndi halda að svona tæki gæti aðeins komið í veg fyrir svokallaða raftæringu,en það eru til aðrir tæringarvaldar t.d oxun og efnatæring.

Mig minnir að þetta virki svona:
Raftæring getur orðið þegar spennumunur er á milli efnis og umhverfisins(eða á milli tveggja efna).Annað efnið verður anóða en hitt katóða og því dregur katóðan til sín rafeindir úr anóðunni og hún tærist.Skip eru t.d dæmis varin gegn slíkri tæringu með því að festa zink búta á skrokkinn,þeir virka þá sem fórnarmálmur og tærast upp í staðinn fyrir að skrokkurinn tærist.
Við oxun gengur málmurinn í efnasamband við súrefni úr andrúmsloftinu og oxast þ.e ryðgar eða tærist.
Efnatæring er þegar einhverskonar efni hafa áhrif á málminn þannig að hann tærist.

Eins og ég segi minnir mig að þetta virki svona,en endilega leiðréttið mig ef ég fer með fleipur.
Atli Pé
S:6914480
6914480@talnet.is

Offline Gusti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
    • http://www.magnarar.com
Hefur einhver prófað rafmagns-ryðvörn?
« Reply #2 on: May 12, 2004, 17:39:24 »
En ég held samt að það sé alltaf eiithvað smá rafmagn í
spilinu líka þegar oxun verður, það eru alltaf einhverjar
rafeindir að flakka á milli þannig að þetta ver kannsk líka
að einhverju leit fyrir því líka..

allavega þá er heimasíða fyrir svona tæki hérna
http://www.ruststoponline.com

Kv.
Gústi
www.hljomur.com

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
tæring
« Reply #3 on: May 12, 2004, 18:25:21 »
Sælir
Þessi tæki hafa verið notuð með góðum árangri í bátum og skipum svo ég sé ekki ástæðu til þess að þetta virki ekki í bílum. Ég væri ekki hræddur við að prufa þetta, hafi menn hugmynd um hvað veldur tæringu þá vita menn hvað ber að gera til að varna henni sem þetta tæki gerir. Kv. TONI

Offline marias

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 253
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/id/marias
Re: tæring
« Reply #4 on: May 12, 2004, 20:48:15 »
Þetta var eithvertíman að mig minnir staðal búnaður í landrófer,,,, til að koma í veg fyrir ,eða minka hætuna á tæringu á milli Stáls og áls sema er algengt í þeim
Marías H. Guðmundsson

Offline Atli Camaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 327
    • View Profile
Re: tæring
« Reply #5 on: May 12, 2004, 21:32:07 »
Quote from: "marias"
Þetta var eithvertíman að mig minnir staðal búnaður í landrófer,,,, til að koma í veg fyrir ,eða minka hætuna á tæringu á milli Stáls og áls sema er algengt í þeim


Það er einmitt við slíkar aðstæður sem mest hætta er á raftæringu þ.e þegar tveir ólíkir málmar liggja/tengjast saman.Þá myndast spennumunur milli málmanna og sá sem er neðar í spennuröðinni tærist.Eðal málmar eru efst í spennuröðinni og tæra þá málma sem neðar eru.
Atli Pé
S:6914480
6914480@talnet.is

Offline Gusti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
    • http://www.magnarar.com
Hefur einhver prófað rafmagns-ryðvörn?
« Reply #6 on: May 12, 2004, 21:45:53 »
Mér hefur nebblega boðist að flytja þetta inn og var að
spá hvort fólk myndi hafa áhuga á þessu, hvert svona
kerfi myndi kosta um 10.000 kr. og er einfalt í uppsetningu...

Endilega segið mér hvort þið hafið áhuga, ég nenni ekki
að vera að flytja þetta inn ef enginn vill svona :)

Persónulega finnst mér þetta stórsniðugt og myndi
setja svona í nýjan bíl ef ég væri að fara að kaupa
mér eða bara minn bíl...

Kv.
Gústi

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Hefur einhver prófað rafmagns-ryðvörn?
« Reply #7 on: May 14, 2004, 00:49:08 »
Endilega skelltu þér á nokkur svona tæki, það er Audi í fjölskyldunni minni sem er með þessum búnaði standard og hann er óryðgaður þrátt fyrir háann aldur og illa meðferð, hvort það sé svo þessum búnaði að þakka hver veit, gömlu Audi-arnir voru nú ekkert voðalega góðir hvað ryð varðar :(
Agnar Áskelsson
6969468