Kvartmílan > Almennt Spjall

Hefur einhver prófað rafmagns-ryðvörn?

(1/2) > >>

Gusti:
Ég var að spá hvort einhver hér hefði reynslu af
svona "rafmagns"-ryðvörn? Það er tæki sem maður
setur inn í bílinn sem gefur frá sér straum til að
koma í veg fyrir að ryð myndist á boddíinu....

Ef einhver hefur notað svona eða veit um einhvern
stað þar sem þetta er selt, endilega gefið mér smá
comment um það...
_________________
Kv.
Gústi
www.hljomur.com

Atli Camaro:
Ég myndi halda að svona tæki gæti aðeins komið í veg fyrir svokallaða raftæringu,en það eru til aðrir tæringarvaldar t.d oxun og efnatæring.

Mig minnir að þetta virki svona:
Raftæring getur orðið þegar spennumunur er á milli efnis og umhverfisins(eða á milli tveggja efna).Annað efnið verður anóða en hitt katóða og því dregur katóðan til sín rafeindir úr anóðunni og hún tærist.Skip eru t.d dæmis varin gegn slíkri tæringu með því að festa zink búta á skrokkinn,þeir virka þá sem fórnarmálmur og tærast upp í staðinn fyrir að skrokkurinn tærist.
Við oxun gengur málmurinn í efnasamband við súrefni úr andrúmsloftinu og oxast þ.e ryðgar eða tærist.
Efnatæring er þegar einhverskonar efni hafa áhrif á málminn þannig að hann tærist.

Eins og ég segi minnir mig að þetta virki svona,en endilega leiðréttið mig ef ég fer með fleipur.

Gusti:
En ég held samt að það sé alltaf eiithvað smá rafmagn í
spilinu líka þegar oxun verður, það eru alltaf einhverjar
rafeindir að flakka á milli þannig að þetta ver kannsk líka
að einhverju leit fyrir því líka..

allavega þá er heimasíða fyrir svona tæki hérna
http://www.ruststoponline.com

Kv.
Gústi
www.hljomur.com

TONI:
Sælir
Þessi tæki hafa verið notuð með góðum árangri í bátum og skipum svo ég sé ekki ástæðu til þess að þetta virki ekki í bílum. Ég væri ekki hræddur við að prufa þetta, hafi menn hugmynd um hvað veldur tæringu þá vita menn hvað ber að gera til að varna henni sem þetta tæki gerir. Kv. TONI

marias:
Þetta var eithvertíman að mig minnir staðal búnaður í landrófer,,,, til að koma í veg fyrir ,eða minka hætuna á tæringu á milli Stáls og áls sema er algengt í þeim

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version