Kvartmílan > Almennt Spjall

Ótrúlegt!

(1/2) > >>

old and good:
Ég var að horfa á þátt af top gear núna um dagin  þar sem maðurinn tekur venjulega jurtaolíu og bætir einhverju efni sem er dottið úr mér hvað heitir og svo eftir eina viku er þetta sambærilegt fínustu díesel olíu. þeir sannreyndu þetta á gömlum volvo 740 og þetta virkaði! Og að sögn þeirra í þáttinum þá virkar þetta jafn vel eða betur en venjuleg díesel olía, og þar að auki kostar hver lítri af þessu þegar þú gerir þetta þarna úti um 29pence eða í kr um 22. ég hef verið að pæla hvort þið hafið prófað þetta hérna heima?

baldur:
Jújú, menn hafa nú keyrt díselbílana á alls kyns drullu hér á landi, til dæmis lýsisgrút.

Nonni:
Það er svolítið um að menn keyrir díselvélar á notaðri (en síaðri) steikarolíu.  Menn fá þetta víst fyrir lítið og oft ekki neitt á skyndibitastöðum.  Eina sem menn þurfa að passa er að gangsetja á díselnum og skipta yfir á díselinn áður en drepið er á mótornum.

Gizmo:
Ég bjó í svíþjóð um tíma og var einn strætó í þeim bæ sem ég bjó í keyrður á svona steikingarfeiti.  Ég er ekki að grínast með það en það var alveg eins og risavaxinn og djúsí frönsk kartafla hefði ekið hjá þegar maður fann lyktina af "reyknum".  Þar í landi er öll djúpsteikingarolía endurunnin...svo nota þeir líka "rapsolíu" sem er unnin úr sólblómum.  Ending olíuverka er þó eitthvað verri en með venjulegri dísel, þetta smyr víst eitthvað verr.

old and good:
fer þetta eithvað illa með startaran eða eithvað? kallin í top gear setti volvoin bara í gang eftir að það var búið að tappa diesel-num af og setja olíuna í staðin og hann rauk í gang. hehe þetta er þónokkuð sniðugt með steikingarolíuna mér mundi finast betra að finna liktina af frönskum heldur en þessari ógeðlegu diesel brælu sem kemur úr sumum bílum

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version