Sælir félagar.
Já, ég í einfeldni minni hélt að ég væri kannski að mæla fyrir munn keppenda, hér á þessu spjalli(eintal væri nær lagi).
En ég hitti ástkærann formann vorn fyrir utan "heimilið" í kvöld (28/04) og hann fræddi mig að hann "nennti" ekki að vera að svara svona hér á netinu. En ég tek undir með Dr. saab, að það færi kannski sparnaður af því að fá svör hér því þá væru menn betur að sér um þessi mál.
Hinsvegar sagði hann að þetta væri bara almenn öryggisskoðun sem ætti náttúrlega að vera gerð á öllum tækjum, eftir þeim reglum sem við erum búnir að hafa í mörg ár en hefur verið nokkuð gloppótt hvort hafi verið framkvæmd. Og því ekki er komin skilgreining á "öflugustu ökutæki" þá er þetta sennilega 10.000 kr sem allir þurfa að reiða fram
ef þeir eru tja undir 12,99 sek ?? Dágóð tekjuaukning hjá klúbbnum, er það ekki annars klúbburinn sem fær aurinn óskiftann.? (meira af spurningum.
Það var að byrja hjá þeim fundur og ekki vildi ég vera að tefja hann, þannig að flestum ef ekki öllum af þessum spurningum er því ósvarað.
Það væri kannski tímasparnaður ef allir sem áhuga hafa á málinu senda stjórninni bréf og þá getur hún (stjórnin)(nei ekki hljómsveitin) ráðið ritara til að svara þessum bréfum frekar en að nota þennann annars ágæta miðil.
Kannski ef fleiri láta í sér heyra (þ.e. sjá náttúrlega ) verður kannski breyting á þessu, Hvað veit ég.
Valur Vífilss. hunsaður
PS. Ég hélt að þetta væri skrifleg spurning til stjórnar.?????