Kvartmílan > Almennt Spjall
Endilega líta á þetta !!
Nonni:
Ég held að enginn hafi sagt að menn á öðrum spjöllum séu hálvitar upp til hópa.
Ég kíki oft á www.hugi.is/bilar , www.f4x4.is og http://www.live2cruize.com/ og ég held að flestir séu bara með eðlilega greindarvísitölu. Þó við viljum kannski ekki að okkar spjall verði nákvæmlega eins og önnur, þá er það enginn áfellisdómur yfir þeim.
Annars er ég sammála því að þetta spjall væri kjörinn vetvangur fyrir stjórn KK til að koma skilaboðum áleiðis. Því ættu þeir að leggja sig fram um að svara þeim fyrirspurnum sem til þeirra er beint (svo framarlega sem þær eru eðlilegar og málefnalegar).
Kv. Jón H.
firebird400:
--- Quote from: "Moli" ---af hverju í óskupunum þarf að commenta á "Til Sölu"/"Óskast Keypt" dálkana, oftar en ekki fer þetta út í einhverja bölvaða vitleysu og sögur og fullyrðingar sem ekkert vit er í,
--- End quote ---
þetta var nú ástæðan fyrir hálvita commentinu, ég átti ALLS EKKI við það að einhverjir væru í raun hálvitar :D , það sem ég vildi koma að var það að á L2C hafa verið lögð inn 60000 innlegg, og þótt að einungis 10% af þeim hefðu verið mönnum þóknandi hér, þá eru það (s.s.6000)um 2000 fleiri innlegg en við höfum lagt inn í heildina hér(s.s. 3900) og ekki eru þau öll svo fræðandi og göfug.
Moli:
--- Quote from: "firebird400" ---En Moli ert þú ekki sammála um það að undanförnu þá hefur snar minnkað ásóknin í þetta spjall, og að röfl (innan velsæmismarka) sé betra en ekkert
--- End quote ---
fyrir minn smekk finnst mér áskóknin kannski ekkert minnkað neitt gífurlega, aftur á móti hef ég tekið eftir því að þetta er (að einhveju leyti) að breytast í þetta gamla góða eins og þegar það var þegar það fyrst byrjaði (2001), þeir eldri og reyndari farnir að taka lyklaborðið aftur fram eða einhverju leyti og farnir að tjá sig, þetta var komið út í tóma þvælu fyrir um ári síðan, ég byrjaði að líta hérna inn síðla árs 2001 og hef t.d lært allveg gríðarlega mikið bara á því að lesa gamla þræði hérna fram og aftur eftir þá eldri og reyndari, líklega vissi ég ekki svona mikið um bílamenningu íslendinga hér á árum áður ef það verið ekki verið fyrir þeirra snilli, en nú er reyndar búið að eyða þessum þráðum, annars hvet ég þá sem eru ekki skráðir hér og hafa einhverjar spurningar sem snerta kvartmílu, gamla bíla eða hvað sem er sem tengist þessu að varpa því hér fram (innann velsæmismarka að sjálfsögðu) og fá enn meira líf í þetta, annars vegar er ég sammála því að stjórn KK. mætti nota spjallið meira til upplýsinga miðlunar heldur en hefur verið gert! :wink:
logy:
Takk fyrir það firebird400
nú er ég ekki í klúbbnum sjálfum en var að pæla hvort það séu engir fundir og samkomur hjá klúbbnum? Eitthvað fyrir utan vefinn og brautina.
440sixpack:
öLL FIMMTUDAGSKVÖLD KL 20.00
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version