Kvartmílan > Almennt Spjall
Endilega líta á þetta !!
Nonni:
Ég verð að vera sammála því að það er ekki magn þráða sem skiptir máli.
Spjallið hér mætti vera líflegra, en ég er ekki viss um að spjall um daginn og veginn (eins og sumstaðar er) sé það sem við séum að sækjast eftir.
Með því er ég samt ekki að gagnrýna önnur spjöll, menn fara misjafnar leiðir og það sem hentar ákveðnum hóp þarf ekki að henta öllum.
En í sambandi við breytingarnar þá var ástandið ekki gott fyrir breytingu. Þá fóru flestir söluþræðir útí vitleysu.
Sömu aðilarnir komu alltaf með sömu spurningarnar og þóttust ætla að kaupa allt (en keyptu samt aldrei neitt).
Síðan komu komment á hlutina sem oftar en ekki voru óttaleg þvæla.
Það sem ég sakna mest er að gömlu jaxlarnir láti oftar sjá sig hérna. Þar á meðal er snilldarpennar sem hafa lag á því að gera allt vitlaust :twisted:
Einnig mættu stjórnarmenn KK láta meira í sér heyra, en vefstjóri hefur að hluta bjargað þeim með að koma skilaboðum áleiðis.
Að endingu vil ég þakka vefstjóra fyrir gott starf, þó að það sé kannski ekki mikið skrifað hér þá er þetta góður vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á sportinu.
Kv. Jón H.
P.s. væri gaman að vita hve traffíkin er mikil, ég er viss um að heimsóknir eru margar þó ekki sé mikið blaðrar hér.
Björgvin Ólafsson:
Minn skilningur er eiginlega sá að stjórn KK er búið að lýsa sjálkrafa frati í þennan vef.
Mér er lífsins ómögulegt að skilja afhverju þessi vefur er ekki notaður til að koma á framfæri upplýsingum fyrir félagsmenn í meira mæli (ég veit að það er pínu efni til) og það sem enn verra er að mjög svo sjaldan sér maður svör við spurningum almennra leikmanna er varða keppnihald á einhvern veg!! (alltof löng setning :? )
Þetta er náttúrulega samt sett fram á samahátt og hjá Pontiac félaganum sem startaði þessum þræði, að það ætti að líta á þetta sem vinsamlegar ábendingar eða tillögur svo enginn fari í fýlu :roll:
Ég veit alla vega að hérna hinum megin við Alpana og langt fyrir ofan snjóalínu (allavega núna) gæfum við mikið fyrir að hafa svona magnaða síðu til að brúka eða öllu heldur menn til að halda henni úti fyrir félagið. Ég veit að það er mikið "djobb" sem fer í þetta bras og á netstjóri og umsjónamaður hrós skilið fyrir það.
Niðurlag............ nota þennan frábæra vefa ALLIR saman
kv
Björgvin
Steini:
Það er varla að maður nenni að fara hér inn lengur, hvað þá að varpa fram spurningum eða benda á það sem manni finnst betur mega fara.
Oftar en ekki fær maður skítkast í staðin fyrir almennileg svör, ef maður fær þá einhver svör, samanber spurning mín frá 26 mars, á Keppnishald/Úrslit og Reglur, merkt Til stjórnar/vefstjóra.
Það var ekkert mál að svara öllu um bílaflokkana, en engin svör koma varðandi hjólaflokka.
Nú eru sjö dagar í fyrstu keppni og ekki á hreinu eftir hvaða hjólareglum verður farið.
Ekki eru þessi vinnubrögð til að auka keppnisáhuga hjólamanna.
Formaður KK vill kannski að hver og einn sem hugsanlega ætlar að keppa í hjólaflokkum hringi til að fá að vita um reglurnar. (Samkvæmt svari til Vals V. hér neðar).
Steini
firebird400:
Jæja þessi post er að minnsta kosti búinn að fjölga um einn hérna hjá okkur, vertu velkomin/n LOGY.
En gefum okkur það að flest allir á öðrum spjöllum séu hálvitar sem ekkert vita og eru hreinlega ekki velkomnir hérna (voru breytingarnar ekki annars til að henda þeim út) :twisted: Ef við segðum að 90% af þeim postum sem eru á L2C séu rugl þá eru samt eftir fleiri en heildin hér, samt eru tvöfalt fleiri skráðir notendur hér :shock: Segir það ekki bara það að þetta spjall er ekki þess vert að sækja heim lengur ?
Eru það ekki fleiri sem láta þetta fara fyrir brjósti sér?
Ég verð einnig að segja að ég átti von á að stórlaxarnir mindu láta í sér heyra; hvar eru penna barsmíðarnar hans Vals þegar maður vonar eftir þeim, þú ert vonandi ekkert sár yfir því að ég kommentaði á þitt komment hérna um daginn :D nei ég á ekki von á því.
440sixpack:
Verð bara að segja að kk-vefurinn ætti í raun að vera málsvari og samskiptatæki klúbbsins og félaga innan hans. Þetta hefur í raun ekkert breyst frá því í fyrrasumar þegar forsvarsmenn klúbbsins svöruðu ekki fyrirspurnum, settu ekki inn úrslit eða tímatökur svo vikum skipti. Ef formaðurinn hefur ekki tíma til að svara fyrirspurn á spjallinu frá einum aðila, en hefur tíma í 10 símtöl til að svara sömu spurningunni, þá er eitthvað að. Við viljum fá að fylgjast með störfum stjórnar og hvað er í gangi á hverjum tíma. Hvernig væri nú að nota þennan annars ágæta vef til betri og meiri samskipta milli valdsins og almúgans.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version