Kvartmílan > Almennt Spjall

ekki tengt kvartmílunni en fallegur sportari á slæmum stað

(1/2) > >>

Racer:
sælir/sælar

getið hvað ég rakst á í dag.. safngripur uppí vöku sem er Datsun 260z eða 280z.. ég man þetta ekki alveg , allanvega bláar og hefur verið í götunni hjá vöku og allt í einu kominn inní partaportið og það er synd.. einhver ríkur með nóg af skúraplássi mæti skrepppa upp eftir og versla gripinn enda eiga svona elskur ekki að verða að parta bílum :´(

mér líður illa að vita af honum þarna og langar helst að reyna sannfæra vöku um að selja hann til mín en ég er með fulla skúra og hef ekki fjármagn að gera svona grip upp.

þetta er gull í augum mínum og vonandi nær einhver að bjarga honum þaðan.

baldur:
Þetta var 280z og svo var þarna líka Jaguar XJ42 sem var aðeins meira ryðgaður.

Hrollur:
Sælir.Þú eða þið vitði ekki um 280zx til uppgerðar? Sjálfur átti ég 260z sem ég hef verið að leita að, en gengur illa að finna hann.

Ívar-M:
hrollur ef þu finnur eitthvað um þann bil endilega lattu mig vita, pabbi minn atti þennan bil  fyrir rumlega 20 arum aður en hann for til bolungavikur og var tjonaður og malaður rauður, eg a myndir af honum alveg orginal i blaum lit með hvita dekkjahringi og læti

Hrollur:
Sælir.Þetta með 260z.Þegar ég eignaðist hann skipti ég á sléttu á N0vu 74 og þessum slétt skipti.Þetta hefur verið í kringum 86 minnir mig.Var þá rauður, en var upphaflega blár.Í sept. það sama ár þurfti ég að spýtast upp á spítala með mann, en á heomleiðinni gerði skyndilega Öskubyl, ég stoppaði í kantinum en þá bakkaði einhver kelling á ryðdollunni sinni framan á mig og kýldi hann verulega,ég skipti um vatnskassa, lét rétta hann, nýtt húdd og seldi hann í rvk.Síðast vissi ég af honum á Skagaströnd, en næ ekki í kallinn. Þetta var suddakerra

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version