Kvartmílan > Almennt Spjall
Bílasýning Moparklúbbsins-Smáralind
marias:
til hamingju með afmælið og flotta sýnigu,, mer langaði að forvitnast um myndbandið sem var í gangi út í horni.. Hvar getur maður nálgast það? hafði ekki nægan tím til að horfa á það,, konan var að reka á eftir mer :? en það sem ég sá lofaði góðu
1966 Charger:
Sæl öll
Við þökkum öllum sem heimsótt hafa sýninguna okkar í Smáralind og skrifað jákvætt um hana hér sem annarsstaðar.
Myndin Í skúr drekans var upphaflega ætluð fyrir félaga í MOPARklúbbnum eingöngu en vegna mikils áhuga annarra ætlum við að reyna að selja fáein eintök. Myndin er núna rúmlega 50 mínútna löng og inniheldur viðtöl við tryllitækjaeigendur, gamlar og nýjar spyrnumyndir og sögur af lánlausum löggum og miklum mótorhausum. Áður en við bjóðum myndina til sölu ætlum við að bæta við myndskeiðum frá Afmælisbílasýningu MOPARklúbbsins í Smáralind.
Ef af verður mun myndin verða boðin eingöngu á DVD formi. Eintakið mun kosta ríflega 2000 kall. Fyrstir koma fyrstir fá.
Áhugasamir sendi tölvupóst með nafni, heimilisfangi og símanúmeri á netfangið; irores@centrum.is
Við höfum svo samband við ykkur þegar myndin er fullbúin.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version