Kvartmílan > Almennt Spjall
Bílasýning í Keflavík
kiddi63:
Ég heyrði auglýsingu á Radio Reykjavík þar sem verið er að auglýsa eftir bílum á sýningu sem á að fara halda í Reykjaneshöllinni, (ég heyrði ekki betur).
Var talað um nýja bíla og gamla og sérstaklega gullmola úr bílskúrnum, ef einhver á eða veit um.
Vildi bara koma þessu á framfæri, kannski veit einhver meira um þetta.
Mér finnst bara gott mál ef það er hægt að nýta þessa stóru rándýru
innanhús-sparkvelli undir eitthvað af Viti, annað en að hlaupa á eftir bolta. (þetta er mín skoðun)
firebird400:
getur verið að sýningin hafi verið um seinustu helgi? Það var allavegana sýning á nýjum bílum um helgina, ég átti að mæta með minn samt en nennti ekki að bóna :?
kiddi63:
þori ekki að sverja fyrir það en allavega heyrði ég þessa auglýsingu áðan.
Gætu verið mistök hjá R.Reykjav og óvart sent út gamla auglýsingu.
firebird400:
Jú þetta passar hjá þér, það er verið að plana aðra sýningu, held að hún verði haldin af félagsmiðstöð hérna.
Jakob Jónh:
Sælir strákar jú það verður haldinn bílasýning í tengslum við Lífstílsdaginn sem er tengdur við Líkamsræktarstödina Lífstíll í Keflavík(held að hún verði haldinn í júlí)meiri upplýsingar hjá eiganda Lífstíls 893-3820 Pálmi.
Kveðja Jakob.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version