Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Best að fylgja tískunni !!!
Samúel:
Eftir að hafa lesið fjölmarga pósta þar sem menn eru að leita að bílum eða sögu þeirra þá mundi ég allt í einu eftir bíl sem ég var búin að gleyma. það var 196? camaro sem var á skaganum svo fór hann í geymslu uppí hvalfjörð í ár eða svo og var síðan seldur í bæinn. þetta var rauður bíll með einhverjum gulum og/eða appelsínugulum röndum á hliðinni, það er lítið annað sem ég man nema þegar eigandinn lagði leið sína í sveitina og bauð manni í ístúr í sveita sjoppuna, maður sveif á skýi vikuna á eftir. ég var semsagt að spá ef einhver af ykkur heldri mönnum myndi eitthvað eftir þessum bíl, hvort hann myndi vilja deila því með okkur :roll:
Árni Elfar:
Ég man eftir svona Camma fyrir utan partasöluna á Rauðavatni fyrir nokkrum árum, en sá bíll var 197?. Sá hann svo í vetur í geymslu,Sangerði.
Samúel:
það gæti meira en vel verið að hann sé 197?, var bara krakki þegar é sá hann síðast, vona bara að maður eigi eftir að sjá hann á götunni, ekki lumar einhver á myndum af honum?
Firehawk:
Kannski ekki besta myndin....
Myndin er fengin að láni frá vefnum hans Mola, http://www.bilavefur.tk
-j
torque501:
held að ég geti fullyrt að frændi minn hafi átt bílinn. þetta var 72 eða 3 árg. helv. skemmtilegur. settur upp fyrir kvartmílu. það var svona takki eða eikkað álíka sem hægt var að ýta á til að læsa framhjólunum, og svo bara reykað. var í eigu hans í 3 eða 4 mánuði. svo veit ég ekkert meira.
þessi bíll hefur farið niður laugaveginn á 160km hraða :P en ég held að þa´sé ekki ástæðan fyrir því að hann krassaði.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version