Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1967 - ´68 Firebird

<< < (2/5) > >>

Árni Elfar:
Vinnufélagi minn er með einn í allsherjaruppgerð í skúrnum hjá sér í Efstasundinu, hann var (er) grænn.

MrManiac:

--- Quote from: "firebird400" ---Voru ekki tveir ljósbláir á selfossi, er annar horfinn einhvert eða er minn bara einhvað að steypa (bulla) ?
--- End quote ---


Bara einn ljósblár X-1470 ó eigu Steinars Árnasonar

firebird400:
Ég veit um átta 1967-69 firebird bíla, hvað segja þeir sem hafa aðgang að bifreiðarskrám. Ég hefði gaman af því að vita, tala nú ekki um ef einhver ætti myndir.

Moli:

--- Quote from: "firebird400" ---Ég veit um átta 1967-69 firebird bíla, hvað segja þeir sem hafa aðgang að bifreiðarskrám. Ég hefði gaman af því að vita, tala nú ekki um ef einhver ætti myndir.
--- End quote ---


G-8695
þær upplýsingar sem ég hef um þennan bíl eru þær að bræðurnir Benedikt og Jón Eyjólfssynir kepptu á honum hér áður fyrr, fór víst míluna 12.94 1986/87, upphaflega var hann með 326cid og beinskiptur en var með 400cid í keppni, sagan segir að Sævar Péturss. hafi rifið bílinn fyrir einhverjum árum en áður hafði hann staðið fyrir utan Vagnhjólið/Bílabúð Benna. Kramið átti að hafa farið í bíl sem Jón var að gera upp en var seldur fyrir um 10 árum síðan og er sá bíll víst í uppgerð! gaman væri að vita hvað væri að frétta af honum ef einhver vissi? :roll:






--- Quote from: "MrManiac" ---Annar 69 Camaro í Grímsnesinu sem er víst á hraðri uppleið þó hann sé í eigu FM Hnakka .
--- End quote ---


smá leiðrétting þetta er ´68 Camaro sem þú ert að tala um (AX-811)  :wink:

GunniCamaro:
Þið eruð alveg úti á túni með þennan 68 firebird (G-8695).  Þessi bíll er nokkuð merkilegur vegna þess að hann var orginal með Pontiac línusexu með SOHC, 215hp, svokallaður Sprint mótor en þetta var kraftútgáfa af línusexunni, bara frá Pontiac.  Að auki var hann með 4-gíra kassa, læstu drifi og diskum að framan.  Ég átti, frá 1981-85, 69 camaro með venjulega línu sexu og 3gíra beinaðan og var að merja standard 307 og 302 en þessi Pontiac rassskellti minn camaro.  Þá átti, held ég, bræðurnir Kiddi og Bragi, sem áttu áður hvíta Coronetinn, þennan Pontiac.  Síðan var sett V8 í þennan Pontiac og ef ég man rétt að þá keypti Ingi þennan bíl af bræðrunum.  Síðan seldi hann bílinn og keypti 70 Motion Camaroinn af Örvari en hvar Pontiacinn er núna veit ég ekki en af þeim 67-69 Pontiac bílum sem voru hérna er þetta sá merkilegasti að mínu mati.

Benni Eyjólfs og aðallega Jón bróðir hans áttu grænan 67 Pontiac sem stóð lengi hjá þeim en hann hafði lent í einhverju tjóni og var svona lala gert við hann.  En svo voru þeir með 67 Keppnisbíl sem ég held að þeir eigi enn, en Jón var búinn að sanka að sér fullt af dóti og ætlaði að smíða eins og hann sagði "porche killer Pontiac" en það var áður en þeir fengu umboðið fyrir útflöttu volswagen bílanna, þannig að ég bendi mönnum að fá að tala við Jón þegar þeir fara næst upp í búð til bræðranna ef þeir vilja fá upplýsingar um 67-68 Firebird

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version