Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1967 - ´68 Firebird
kiddi63:
Leiðréttið mig er ég fer með rangt mál en mig minnir að það hafi verið talað um þennan græna (G-8695) í gömlum spjallþræði, og þar var þessi mynd af honum.
Þar var sagt að hann væri í uppgerð í Sandgerði, eitthvað leyndó hver ætti hann og svo að sjálfsögðu fylgdi sögunni: (ekki til sölu)
Ég gat ekki fundið þennan spjallþráð, sennilega of gamall.
En svo man ég eftir rauðum bíl uppí Laufengi 26 eða þar í kring. fyrir 3-4 árum minnir mig. Ég held að þetta hafi verið Camaro 68, þó er ég ekki viss
Allavega vildi gaurinn EKKI selja, það var stanslaust spurt um hann og nágrannarnir urðu eitthvað pirraðir vegna þess að það var alltaf verið að banka hjá þeim og spurja hver ætti bílinn.
Á endanum var hann dreginn burt af Vöku, fór í geymslu held ég.
Árni Elfar:
G8695. Ég er með núverandi eiganda að bílnum hérna við hliðina á mér(Eiríkur Benediktson) og hann getur sagt ykkur af status bílsins. Hann keypti bílinn árið 2000 af Ásbirni í Sandgerði, en hann hafði legið á gripnum í fjölda ára. Búið er að sandblása hvert einasta stykki á bílnum, hann gjörsamlega boraði hvern einsasta suðupunkt úr bílnum og sandblés á bakvið. Nýr botn hefur verið komið fyrir ásamt innri brettum, og ytri að aftan. Hvert einasta þéttigúmí er nýtt á bílnum. Mótor:327 High Performance. Turbo 350 sjálfskipting. Hann ætlar að reyna pósta myndum af þessari "brjálæðislegri" uppgerð síðar.Einnig á hann 1967 Dodge Coronet blæjubíl sem er næstur í skúrinn á eftir Firebird. En hann ætlar að reyna að vera tilbúinn með bílinn næsta sumar. Þess ber að nefna að eigandinn er bílamálari og á heiðurinn að mörgum glæsilegum málningarverkum á ýmsum bílum.Td, Power Toy Corvettunni(Hvítu).
Kiddi:
Einn '68 sem er í uppgerð í eyjum.......
Kiddi:
hér er '68 sem var einhverstaðar upp í Borgarfirði að mig minni....
Kiddi:
Hér er gamall Akureyringur '67 með HO (High Output rönd) kom með 326" held ég...
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version