Author Topic: 1967 - ´68 Firebird  (Read 7879 times)

Offline Bird

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 135
    • View Profile
    • http://www.simnet.is/ingla
1967 - ´68 Firebird
« on: April 27, 2004, 20:19:39 »
Veit einhver eitthvað um þennan? Ég tók þessa mynd fyrir ca. 20 árum!
Pontiac -

Power from the Gods ............................................



Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #1 on: April 27, 2004, 21:21:55 »
Jú  :idea:

Þessi Akureyrar gripur er ennþá eins og hann var þarna (nema kannski með afturfelgur í stíl)

Sá sem breytti bílnum á hann ennþá. Eigandinn dustaði áratuga ryk af bílnum og mætti með hann á bílasýningu BA hérna um árið. Race motorinn hans er reyndar ekki í bílnum í augnablíkinu, en það er einhver staðgengill til staðar.

-j
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #2 on: April 27, 2004, 22:43:01 »
Hvað eru þá til margir 68 firebirdar á landinu: ég á einn, einn í eyjum (eða er hann 67) þessi og einn annar á akureyri,tveir á selfossi (er það ekki) og svo hans sævars péturs í kef. Hvað segja vitringarnir um þetta,eru þeir fleiri? jú hlýtur að vera.......
Agnar Áskelsson
6969468

Offline MrManiac

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 315
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #3 on: April 27, 2004, 23:14:11 »
Quote from: "firebird400"
Hvað eru þá til margir 68 firebirdar á landinu: ég á einn, einn í eyjum (eða er hann 67) þessi og einn annar á akureyri,tveir á selfossi (er það ekki) og svo hans sævars péturs í kef. Hvað segja vitringarnir um þetta,eru þeir fleiri? jú hlýtur að vera.......


Reyndar er bara einn í Grímsnesi í eigu stórbónda þár  :D Sá stendur yfirbreyddur inni í skúr og er eins og nýr. Annar 69 Camaro í Grímsnesinu sem er víst á hraðri uppleið þó hann sé í eigu FM Hnakka .

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #4 on: April 28, 2004, 00:28:08 »
Voru ekki tveir ljósbláir á selfossi, er annar horfinn einhvert eða er minn bara einhvað að steypa (bulla) ?
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Árni Elfar

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 321
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #5 on: April 28, 2004, 00:39:29 »
Vinnufélagi minn er með einn í allsherjaruppgerð í skúrnum hjá sér í Efstasundinu, hann var (er) grænn.
Árni J.Elfar.

Offline MrManiac

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 315
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #6 on: April 28, 2004, 22:33:43 »
Quote from: "firebird400"
Voru ekki tveir ljósbláir á selfossi, er annar horfinn einhvert eða er minn bara einhvað að steypa (bulla) ?


Bara einn ljósblár X-1470 ó eigu Steinars Árnasonar

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #7 on: April 28, 2004, 22:52:37 »
Ég veit um átta 1967-69 firebird bíla, hvað segja þeir sem hafa aðgang að bifreiðarskrám. Ég hefði gaman af því að vita, tala nú ekki um ef einhver ætti myndir.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
smá offtopic...
« Reply #8 on: April 29, 2004, 00:14:07 »
Quote from: "firebird400"
Ég veit um átta 1967-69 firebird bíla, hvað segja þeir sem hafa aðgang að bifreiðarskrám. Ég hefði gaman af því að vita, tala nú ekki um ef einhver ætti myndir.


G-8695
þær upplýsingar sem ég hef um þennan bíl eru þær að bræðurnir Benedikt og Jón Eyjólfssynir kepptu á honum hér áður fyrr, fór víst míluna 12.94 1986/87, upphaflega var hann með 326cid og beinskiptur en var með 400cid í keppni, sagan segir að Sævar Péturss. hafi rifið bílinn fyrir einhverjum árum en áður hafði hann staðið fyrir utan Vagnhjólið/Bílabúð Benna. Kramið átti að hafa farið í bíl sem Jón var að gera upp en var seldur fyrir um 10 árum síðan og er sá bíll víst í uppgerð! gaman væri að vita hvað væri að frétta af honum ef einhver vissi? :roll:





Quote from: "MrManiac"
Annar 69 Camaro í Grímsnesinu sem er víst á hraðri uppleið þó hann sé í eigu FM Hnakka .


smá leiðrétting þetta er ´68 Camaro sem þú ert að tala um (AX-811)  :wink:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #9 on: April 30, 2004, 15:39:10 »
Þið eruð alveg úti á túni með þennan 68 firebird (G-8695).  Þessi bíll er nokkuð merkilegur vegna þess að hann var orginal með Pontiac línusexu með SOHC, 215hp, svokallaður Sprint mótor en þetta var kraftútgáfa af línusexunni, bara frá Pontiac.  Að auki var hann með 4-gíra kassa, læstu drifi og diskum að framan.  Ég átti, frá 1981-85, 69 camaro með venjulega línu sexu og 3gíra beinaðan og var að merja standard 307 og 302 en þessi Pontiac rassskellti minn camaro.  Þá átti, held ég, bræðurnir Kiddi og Bragi, sem áttu áður hvíta Coronetinn, þennan Pontiac.  Síðan var sett V8 í þennan Pontiac og ef ég man rétt að þá keypti Ingi þennan bíl af bræðrunum.  Síðan seldi hann bílinn og keypti 70 Motion Camaroinn af Örvari en hvar Pontiacinn er núna veit ég ekki en af þeim 67-69 Pontiac bílum sem voru hérna er þetta sá merkilegasti að mínu mati.

Benni Eyjólfs og aðallega Jón bróðir hans áttu grænan 67 Pontiac sem stóð lengi hjá þeim en hann hafði lent í einhverju tjóni og var svona lala gert við hann.  En svo voru þeir með 67 Keppnisbíl sem ég held að þeir eigi enn, en Jón var búinn að sanka að sér fullt af dóti og ætlaði að smíða eins og hann sagði "porche killer Pontiac" en það var áður en þeir fengu umboðið fyrir útflöttu volswagen bílanna, þannig að ég bendi mönnum að fá að tala við Jón þegar þeir fara næst upp í búð til bræðranna ef þeir vilja fá upplýsingar um 67-68 Firebird
Gunnar Ævarsson

Offline kiddi63

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 851
    • View Profile
    • http://www.kvartmila.is
1967 - ´68 Firebird
« Reply #10 on: April 30, 2004, 16:20:56 »
Leiðréttið mig er ég fer með rangt mál en mig minnir að það hafi verið talað um þennan græna (G-8695) í gömlum spjallþræði, og þar var þessi mynd af honum.
Þar var sagt að hann væri í uppgerð í Sandgerði, eitthvað leyndó hver ætti hann og svo að sjálfsögðu fylgdi sögunni: (ekki til sölu)
Ég gat ekki fundið þennan spjallþráð, sennilega of gamall.
En svo man ég eftir rauðum bíl uppí Laufengi 26 eða þar í kring.  fyrir 3-4 árum minnir mig. Ég held að þetta hafi verið Camaro 68, þó er ég ekki viss
Allavega vildi gaurinn EKKI selja, það var stanslaust spurt um hann og nágrannarnir urðu eitthvað pirraðir vegna þess að það var alltaf verið að banka hjá þeim og spurja hver ætti bílinn.
Á endanum var hann dreginn burt af Vöku, fór í geymslu held ég.
Kristinn Eyjólfsson (Kiddi63)   s:8486593
K.E.Flutningar ehf
Bíladellan bjargaði mér frá helv bolta-óreglunni.
Mitsubishi Sigma 1993 v-6 3000 - Grand Cherokee 1995. 6cyl 4.0 L
Yamaha fj 1200. árg 1989
http://www.facebook.com/Kiddi63?ref=name

Offline Árni Elfar

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 321
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #11 on: May 01, 2004, 10:48:04 »
G8695. Ég er með núverandi eiganda að bílnum hérna við hliðina á mér(Eiríkur Benediktson) og hann getur sagt ykkur af  status bílsins. Hann keypti bílinn árið 2000 af Ásbirni í Sandgerði, en hann hafði legið á gripnum í fjölda ára. Búið er að sandblása hvert einasta stykki á bílnum, hann gjörsamlega boraði hvern einsasta suðupunkt úr bílnum og sandblés á bakvið. Nýr botn hefur verið komið fyrir ásamt innri brettum, og ytri að aftan. Hvert einasta þéttigúmí er nýtt á bílnum. Mótor:327 High Performance. Turbo 350 sjálfskipting. Hann ætlar að reyna pósta myndum af þessari "brjálæðislegri" uppgerð síðar.Einnig á hann 1967 Dodge Coronet blæjubíl sem er næstur í skúrinn á eftir Firebird. En hann ætlar að reyna að vera tilbúinn með bílinn næsta sumar. Þess ber að nefna að eigandinn er bílamálari og á heiðurinn að mörgum glæsilegum málningarverkum á ýmsum bílum.Td, Power Toy Corvettunni(Hvítu).
Árni J.Elfar.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #12 on: May 02, 2004, 18:28:49 »
Einn '68 sem er í uppgerð í eyjum.......
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #13 on: May 02, 2004, 18:37:19 »
hér er '68 sem var einhverstaðar upp í Borgarfirði að mig minni....
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #14 on: May 02, 2004, 18:39:56 »
Hér er gamall Akureyringur '67 með HO (High Output rönd) kom með 326" held ég...
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #15 on: May 02, 2004, 18:41:35 »
Gamli '67 Birdinn sem Benni átti með 428 og fór best í kring um 9.8 minni mig....
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #16 on: May 02, 2004, 18:43:05 »
Bíllinn sem Ingimar átti.... er á Selfossi ennþá held ég...
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #17 on: May 02, 2004, 18:48:13 »
68' bíllinn sem er á Akureyri með 400cid. minni mig.......
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #18 on: May 02, 2004, 18:49:27 »
Þarna sést í gamla '69 Birdinn sem pabbi átti og Maggi Harrys' á í dag.
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Þórður Ó Traustason

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 165
    • View Profile
1967 - ´68 Firebird
« Reply #19 on: May 04, 2004, 22:55:45 »
Datt í hug hvort að Camaro sem Kiddi63 sagði frá sé kannski 67 bíll sem að úrsmiður nokkur á og er fyrrverandi blæjubíll. Gunni Camaro ætti kannski að geta frætt okkur um hann.