Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Roadrunner

(1/2) > >>

Moli:
sælir, getur einhver frætt mig um þennan Roadrunner.. er þessi bíll nýkominn til landsins, úr uppgerð eða úr felum?  :!:

Einar K. Möller:
Þetta er Road Runner Friðbjörns Georgssonar og hefur verið hér á landi lengi vel. Hefur keppt mikið á þessum bíl á mílunni en lagið honum þegar hann fékk sér Valiantinn. Var með 469cid vélina þessum bíl og náði 10 sek. tímum á honum. Var lengi vel með 383 og 4-spd að keppa fyrir mörgum árum síðan.

Sævar Pétursson:
Það merkilega við þennan bíl er að enginn skuli vera búinn að kaupa hann á þessu tombóluverði sem Fribbi setti á hann´. Þarna er akkúrat dæmi um bíl og verð sem myndi standast öll innflutningsverð. Það er pottþétt að það væri ekki hægt að flytja inn bíl á því verði sem væri í þessum gæðaflokki.
Sævar P.

Jón Þór Bjarnason:
Hvaða tombóluverð var sett á þennan bíl. Afsakið en það hefur víst farið algjörlega fram hjá mér.

Sævar Pétursson:
Ég held það hafi verið öðru hvoru meginn við eina og hálfa milljón.
Sævar P.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version