fyrir þónokkrum árum, svona eins og 22 árum var silfurlitaður 68 camaro í eigu gamla mannsins og staðsettur á skaganum. þessi bíll var á þeim tíma tekinn í gegn frá a-ö, allt ryðvarið, bíllinn sprautaður aftur og skipt um mótor. sett var í hann 307 vél.
svo fyrir eins og 5-6 árum rakst frændi minn á bílinn á höfðanum einhversstaðar. var þá búið að rífa hann allan í sundur, og það var lítið eftir annað en skelin þarna fyrir utan verkstæðið.(bíllinn var ennþá gráleitur, og nánast óryðgaður.) nú er spurningin hvort menn lumi á einhverjum upplýsingum um þennan bíl. hvort hann hafi verið settur í pressuna
, eða hvort hann hafi verið gerður upp. og hver eigi hann þá núna.?
ég gæti sennilega sett inn mynd af honum um helgina, ef að enginn man eftir þessu.