Author Topic: Til sölu. "kvartmílutengt" og vangaveltur.  (Read 2315 times)

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Til sölu. "kvartmílutengt" og vangaveltur.
« on: April 26, 2004, 02:56:43 »
Skemmtilegur dálkur...(til sölu þ.e. ekki þessi skrif, en ef þú hefur ekkert að gera þá....)

   Til sölu Bíll. með felgum dekkjum vél og þurkublöðum....  og svo kemur 1/2 A-4 blað um sándgræjurnar,  Skemmtilegt hvernig þróun er í þessum bílageira.   'Aður hefði komið lýsing á flækjum, holley, læsing, og portun á heddum.  En svona er þetta allt að fara.  Kraftsía prumpupúst og svo stereo + að sjálfsögðu neon ljós tengd við magnarann.

   En það er fullt af skemmtilegu dóti til sölu þarna a.m.k. 3 draggar,  minn gamli, sá græni.  og svo ofursmíð Tedda sem er með bmw power og ekki skil ég af hverju einhver er ekki búinn að versla það, vafalaust sanngjarnt verð ef ég þekki Tedda rétt.  Og gæti verið þónokkuð grín og skemmtiefni fyrir viðkomandi, og það fyrir sanngjarnt fé .  

  'Eg er ekki hættur að undrast á af hverju einhver er ekki búinn að smíða 4 cyl dragga/grind til að koma sér upp ódýrri skemtun.   4 cyl vélar liggja á lausu og turbó er ekki mikið mál að setja á, hafa þetta beinskipt og þungt að aftan þá er komið gott trakk jafnvel þó ekki séu slikkar til staðar og ef svona tæki er innan við 500 kg með manni er komið hið ákjósanlegasta sandspyrnutæki.  

   Það væri nú munur að sjá Nóna og félaga í lágum 9 háum 8 sek með turbó "sápuna"  boltaða á einhvern fittings heldur en að vera að sperrast þetta á barnastólsfestingunni (með fullri virðingu fyrir þeim árangri sem þeir hafa náð þar)  En þetta er nú bara eitthvað sem maður veltir fyrir sér svona einn á næturvöktunum.     En kannski verður þetta allt bannað þegar "hið nýja LIA" hefur lokið sér af.

   Valur Vífilss. vangaveltari
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.