ég get ekki verið sammála ykkur, alls ekki 1000 króna virði, nema þá kannski til að styrkja Kvartmíluklúbbinn en ekki fyrir að fá að bera gripina augum. Ég hefði t.d. viljað hafa aðeins meiri upplýsingar við hvern bíl, ekki bara nafn og eiganda eins og oft mátti sjá, og gjarnan líka einhverja auglýsta action kl. eitthvað sérstakt, fá að heyra aðeins í þessum rosavélum, og talandi um vélar, af hverju voru vélarhlífarnar á bara örfáum bílum opnar ? Hvað voru þessar Goldwing að gera þarna, féllu ekki alveg í kramið.
Ég held að þið getið gert betur.