Kvartmílan > Almennt Spjall
Bílasýning um páskana
firebird400:
Nei það hefur ekkert verið spjallað við mig, Mér var sagt út í bæ að það væri verið að reyna að hafa aðra bíla en í fyrra. Ég get svosem sjálfum mér kennt um það að hafa ekki verið beðinn um að mæta, ég keppti ekkert seinasta sumar þannig þó að bíllinn hafi verið valinn í fimmta sæti á sýningunni í fyrra þá er hann ekki beint kvartmílu bíll. Vonandi sjáumst við sem flestir á sýningunni og veriði svo duglegir að draga fólk með ykkur og kynna klúbbinn :D :D :!:
baldur:
Hvernig væri að auglýsa opnunartíma, verð á aðgangsmiðum og kannski gefa einhverja smá hugmynd um þann bílaflota er verður á staðnum?
Árni S.:
Verð á aðgangsmiðum er 1000kr, frítt fyrir 12ára og yngri. Man nú ekki opnunartímann nákvæmlega en minnir að það verði opið til kl. 19:00 flesta ef ekki alla dagana. Margir af bílunum eru nýjir bílar sem hafa ekki sést áður, má þar nefna C5 Corvette sem Ingólfur Arnarson á og Willysinn hans Þórðar, einnig ProMod Camaroinn sem Þórður átti. Það verður nóg af flottum köggum þarna, markmiðið er held ég að vera ekki alltaf með sömu bílana. Við búum líka svo vel núna að það er búið að flytja inn helling af bílum síðan síðasta sýning var haldin, það er til dæmis ekki talin þörf á því að flytja inn sýningargripi eins og síðast, vonum bara að það verði sama sagan á næsta ári og við getum haldið fleiri glæsilegar sýningar.
Addi:
Mig minnir endilega að ég hafi heyrt í útvarpinu í gær að það væri opið frá 13-19 fös, lau og sun og 13-16 á mán.
Björgvin Ólafsson:
http://www.bl.is/Default.asp?ew_news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=1&cat_id=3075&ew_1_a_id=53650
kv
Björgvin 8)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version