Sandspyrna íslandsmót 1. umferð - fellur niður
Því miður hefur stjórn Kvartmíluklúbbsins í samráði við AKÍS og MSÍ ákveðið að fella niður Íslandsmeistaramót í sandspyrnu sem fara á fram laugardaginn 28. apríl 2018.
Ástæða fyrir niðurfellingu keppninnar er vegna of fárra keppenda sem skráðir eru í keppnina.
12 keppendur eru skráðir í 7 keppnisflokka. Í jeppaflokki eru skráðir 5 keppendur, í opnum flokki bíla eru skráðir 2 keppendur og í fimm öðrum keppnisflokkum er skráður 1 keppandi. Einungis einn keppnisflokkur nær lágmarksþátttökufjölda til íslandsmeistarastiga.
Keppendur eiga rétt á endurgreiðslu keppnisgjalds.
Kvartmíluklúbburinn endurgreiði þeim sem greiddu keppnisgjald með forskráningu á bankareikning Kvartmíluklúbbsins - sendið póst með bankaupplýsingum til:
ingimundur@shelby.isAKÍS endurgreiði keppnisgjald til þeirra sem greiddu í skráningarkerfi AKÍS - sendið póst með bankaupplýsingum til
akis@akis.is.
Keppnisstjórn