Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Í hvaða flokka eru menn að spá í að fara.
ÁmK Racing:
Halló eru menn eitthvað farnir að spá i þessu.Við hérna á Suðurnesjum stöndum allveg á gati.Þeir eru flottir nýju flokkarnir en mér finnst vanta einn þar sem menn keyra bara á mótor.Hvað finnst ykkur.kv Árni
Árni S.:
Ég er sammála þér Árni um að það vanti flokk fyrir þá sem keyra bara á mótor. Reyndar er hugmyndin sú að þeir sem eru ekki með aflauka fái að vera á léttari bílum en mér finnst að það sé ekki nógu mikill munur þar á. Það getur þess vegna verið vitleysa í mér, getur meira en verið að þetta sé mjög sanngjarnt... en ég er ekki alveg að sjá að maður sem er ekki með neinn aflauka eigi séns í annan sem er með 350hp nítró og er aðeins 90kg þyngri.
kv. Árni Samúel
1965 Chevy II:
Mig langar svoldið að halda í SE flokkin áfram (ekkert nos þar) ,hreint út bara því það hentar mínum bíl,enda var hann settur upp fyrir hann í byrjun.
Ef SE verður ekki keyrður þá skiptir það ekki öllu þá fer ég í Pro Street með stóru strákunum.
Annars er ætla ég í Pro Street á næsta ári með Nos.
Árni S.:
Hvernig er það Frikki, kemstu ekki í TrueStreet á bílnum????
1965 Chevy II:
Nei það er eitt atriði sem stoppar það,bannað að vera með ladder bars.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version