Author Topic: AKÍS - flokkar í tímaati og kappakstri  (Read 4627 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
AKÍS - flokkar í tímaati og kappakstri
« on: December 01, 2017, 15:18:48 »
Flokkar

7.1 Flokkar 7.4-7.9 miðast við „boddíbíla" sem hafa verið fjöldaframleiddir götubílar á almennum markaði. Flokkar 7.4-7.11 eru að jafnaði fyrir skoðaða bíla með tryggingaskírteini en hægt að fá leyfi keppnishaldara til að keppa á óskráðum bíl. Opnir bílar skulu hafa veltivörn og aka með lokaða blæju þar sem það á við. Gluggar og topplúgur skulu vera lokaðar í akstri. Ökutæki skulu vera með tryggingarviðauka eða sérstakar keppnistryggingar eftir því sem við á. Bílar skulu búnir dráttarkrókum/lykkjum að framan og aftan. Í keppni í kappakstri mega þær ekki ná út fyrir fremsta eða aftasta hluta yfirbyggingar.

7.2 Leyfðar breytingar í öllum flokkum: Bremsur, fjöðrunarkerfi, loftinntak og púst.

7.3 Nítró er ekki leyfilegt.

7.4 Hot wheels.
Allir fjöldaframleiddir „boddybílar", óblásnir allt að 1000 cm3 sem hafa verið á almennum markaði eru gjaldgengir. Dekk skulu hafa treadwear 220 eða meira. Allar breytingar á yfirbyggingu eru bannaðar, innréttingu má fjarlægja. Þessi flokkur er einnig í boði í kappaksturskeppnum en þá skulu bílar vera með veltibúri, öryggisbeltum og körfustól í samræmi við reglur AKÍS/FIA. Bílar skulu ekki vera blæjubílar. Einungis er leyfilegt að nota eldsneyti sem fæst á dælu í almennri sölu á Íslandi.

7.5 Hot wheels SPORT.
Sömu reglur og gilda um flokk 7.4 nema fyrir bíla sem eru allt að 2000 cm3.

7.6 Hot wheels TURBO.
Sömu reglur og gilda um flokk 7.4 nema fyrir blásna bíla allt að 2500 cm3.


7.7 Óblásnir rallýbílar,
Flokkur fyrir bíla sem eru gjaldgengir í AB varahlutaflokkinn í rallý.  Bílar skulu standast allar reglur í þeim flokki.

7.8 Götubílar.
Flokkur fyrir fjöldaframleidda bíla að hámarki 249 hestöfl (samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda sem koma fram í skráningarskírteini), búnum hjólbörðum með treadwear 220 eða meira og að hámarki 235mm á breidd. Allar breytingar á yfirbyggingu eru bannaðar. Vél skal vera af upprunalegri gerð en þó má skipta út vél frá sama framleiðanda ef vélin hefur verið í boði í einhverri útgáfu af bílnum. Innrétting skal öll vera í bílnum, þó má skipta út framstólum, beltum og stýri en ekki létta bílinn að öðru leyti. Einungis er leyfilegt að nota eldsneyti sem fæst á dælu í almennri sölu á Íslandi.


7.9 Götubílar R-SPORT.
Sömu reglur og gilda um flokk 7.8 nema fyrir bíla sem eru 250 hestöfl eða meira og engin hámarks breidd dekkja og treadware 180 eða meira.

7.10 Breyttir götubílar.
Flokkur fyrir fjöldaframleidda bíla búnum hjólbörðum með treadwear 80 eða meira. Engin takmörkun á breidd dekkja en alveg slétt dekk (dekk án þvermunsturs)  eða „slikkar“ eru ekki leyfðir. . Engar takmarkanir á mótor, drifbúnaði og yfirbyggingu.   Innrétting skal öll vera í bílnum, þó má skipta út framstólum, beltum og stýri en ekki létta bílinn að öðru leyti. Burðarvirki skal vera óbreytt, en má þó styrkja að vild. Einungis er leyfilegt að nota eldsneyti sem fæst á dælu í almennri sölu á Íslandi.

7.11 Opinn flokkur fjöldaframleiddra bíla. 
Allar breytingar leyfðar.

7.12 Opinn flokkur kappakstursbíla.
Þessi flokkur er hugsaður fyrir bíla sem ekki falla inn í flokka 7.4-7.11. Má þar nefna sérsmíða bíla, og kappakstursbíla.Ökutæki sem eru ekki á númerum skulu vera með keppnistryggingar og framvísa vottorði frá skoðunarstöð fyrir hemla- og stýrisbúnað.