Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

AKÍS - flokkar í kvartmílu

<< < (2/4) > >>

SPRSNK:
Door Slammer flokkur (DS)

Keyrður 1/8 Pro Tree fyrir „door slammer“ bíla.

Allar tjúnningar og breytingar leyfðar.     

DS er keyrður í hreinum útslætti (einungis þarf eina ferð til að vinna) 

SPRSNK:
Limited Street flokkur (LS)     
     
1. Flokkur fyrir bíla með drif á einum öxli.     
2. Allir aflaukar bannaðir.     
3. Leyfilegt eldsneyti er allt bensín, etanól, methanol,  E­85 og Alcohol, nitromethane bannað.     
4. Slikkar leyfðir, max hæð 30", max breidd 10.50"  „W" slikkar bannaðir.     
5. Virkur ljósabúnaður skylda.     
6. Bílar með mótora 400cid og undir skulu vera 1150kg að lágmarki með ökumanni.     
Bílar með mótora 400­500cid skulu vera 1300kg að lágmarki með ökumanni.     
Bílar með mótora 500­600cid skulu vera 1450kg að lágmarki með ökumanni.     
Bílar með mótora 600cid og yfir skulu vera 1600kg að lágmarki með ökumanni.

SPRSNK:
Opinn flokkur (OF)   

Kennitími er valinn með því að slagrými vélar (cid) er deilt í heildarþyngd ökutækis (USA­pund, 454gr.=1pund)  pund á rúmtommu.    Miðað er við meðaltal út frá tölum sem birtast í National Dragster.   
Meðaltalslína er notuð til ákvörðunar á kennitíma. Sjá línurit.   

Dæmi:
a)1760 pund(784kg.) grind með 360cid vél. 1760:360 = 4,8pund/cid.Kennitími:7,65 sek
b)3200  pund(1454kg.)bíll með 427cid vél 3200:427 = 7,5pund/cid. Kennitími 8,45 sek   

1. Allar vélar og tjúnningar leyfðar. Tjúnning breytir ekki kennitíma. 
2. Allir gírkassar og skiptingar leyfðir. 
3. Bensín og alkóhól leyft. 
4. Nitro leyft. 
5. Allar breytingar leyfðar. 
6. Ef ökutæki séu með hærra hlutfall en 10 pund/cid fær ökutæki kennitímann 9.00 sek 
7. Um öryggisatriði sjá reglur um spyrnukeppnir. 
8. OF­línuritið verði uppfært árlega miðað við tölur í Competition. (eins og var) þannig að meðaltalslínan miðast  við nýjustu tölur ásamt því að miðað verði við flokkana Econo Dragster og Altered.
9. Skuli ökutæki fara niður fyrir kennitímann sinn lækkar kennitíminn í samræmi við það sem að gerist í COMP  (Competition) flokknum
10. OF er keyrður í hreinum útslætti (einungis þarf eina ferð til að vinna) 
11. Keppendum eru gefin stig og raðað upp í keppni eftir hversu langt hann er frá indexi
 

SPRSNK:
Rally Sport flokkur (RS)

11,49 sekúndu lágmarkstími er í flokknum. 

FLOKKSLÝSING     

RS (Rally Sport): ​
Flokkur fyrir bíla með 3 til 6 strokka véla og slagrúmtak upp að 4500cc.  Ef Bílar eru með forþjöppu, nitro eða Wankel vél þá uppreiknast slagrúmtak sjá í vélarkafla.  Einn aflauki leyfður.  Flokkurinn takmarkast við að bílar fari ekki niður fyrir tímann 11.49 sek  Allir bílar verða að vera á númerum og með löglega skoðun.     

VÉL  Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota vélar úr Golf MK2 í Golf  MK2) Setja má forþjöppur á bíla sem ekki koma original með forþjöppur.  Ef bílar eru með forþjöppu eða nitro uppreiknast slagrúmtak með 1,7 s.s. 2500cc*1,7=4250cc ef um Wankel vél  er að ræða þá uppreiknast slagrúmtak með 2,2 s.s. 1300cc*2,2=2860cc og ef um er að ræða Wankel með  forjöppu eða nitro þá uppreiknast slagrúmtak með 3,74 s.s. 1100cc*3,74= 4114cc.     

Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur notaður verður sá sem  notaður er að líta eins út, taka sama magn og vera í sömu festingum og sá upprunalegi.     

Eldsneyti  Aðeins það eldsneyti sem að er í almennri dreifingu á eldsneytisútsölustöðum á Íslandi. Bensínbætiefni bönnuð.     

Púströr skulu ná útfyrir yfirbyggingu bíls. Sverleiki á rörum má ekki vera meiri en 4" (10,16cm) á einföldu kerfi og  3" (7,62cm) á tvöföldu kerfi. Pústkerfi skal þó smíðað þannig að það sé hægt að fara með það beint úr keppni á  viðurkennda skoðunarstöð og það fái fulla skoðun.     

Hljóðkútar verða að vera til staðar og skoðun verður að fást á þá hjá viðurkennFdri skoðunarstöð. Aðeins  fjöldaframleiddir hljóðkútar leyfðir.     

Fjöðrun - Fjöðrum og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl. Fjöðrunarkerfi verður að vera eins og hver tegund  og gerð kom með frá verksmiðju. Þetta á við bæði um fram og afturfjöðrun. Staðsetning fjöðrunarkerfis og  festinga verður að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð. Breyta má stífleika fjaðra, gorma  vindustanga o.s.frv. Ekki má nota einblöðung sem afturfjöðrun.     

Búkkar  Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir. Bannað er að nota annað en original "four link" eða "ladder link", nema að  bíllinn hafi komið upprunalega með svoleiðis búnaði frá framleiðanda. Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma  búkkum fyrir.   
 
Yfirbygging  Yfirbygging verður að vera eins og original hvað efni, stærð og útlit varðar. Setja má þó á vængi og vindskeiðar  sem seldar eru á almennum markaði og smíðaðar eru fyrir viðkomandi bíl. Einnig er leyfilegt að setja aukaopnun  (cowl induction) á vélarhlíf     

Innrétting  Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu þmt teppi stóla klæðning osf… Skipta má út framstólum  fyrir keppnistóla(mælt er með að það sé gert) sem verða að vera í upprunalegri staðsetningu. Aftursæti má  fjarlægja til að koma fyrir veltiboga, en ganga verður snyrtilega frá því gati sem myndast milli ökumannsrýmis og  farangursrýmis.     Felgur  Allar gerðir af felgum leyfðar, mega þó ekki vera minni en 13" nema að bíllinn hafi komið original á þeim frá  verksmiðju. Felgur mega ekki ná út fyrir yfirbyggingu bíls.     

Dekk  Bílar með drifi að framan mega nota slikka. Bílar með drifi að aftan mega nota “DOT” merkta götuslikka.  Fjórhjóladrifsbílar mega aðeins nota venjuleg götudekk. Öll "soft compound" dekk hvort sem það eru slikkar eða  götuslikkar, "radial" eða "diagonal" eru bönnuð á bílum með drifi á öllum hjólum. Dekk mega aldrei standa út fyrir  yfirbyggingu bíls.     

Ökumaður skal sitja í ökumannssæti sem er í sömu staðsetningu og orginal.     

Hjálpartæki  Öll hjápartæki til að aðstoða ökumann við brautarræsingu eru bönnuð.

SPRSNK:
Ofur Sport flokkur (OS)     

FLOKKSLÝSING 

OS (Ofur Sport) Flokkur fyrir bíla með 3­ til 6 strokka vélar. Bílar sem eru á númerum skulu vera löglegir til  götuaksturs með rétta skoðun. Allur búnaður bílsins í keppni skal standast skoðun að undanskyldum dekkjum og  pústkerfi. Leyft er að sleppa númerinu en þá verður keppnisstjórn að taka út öryggismat á bílnum fyrir hverja  keppni og einnig allavega einu sinni af löggildri umferðastofa það keppnisár þá fyrir fyrstu keppni sem faratæki er  skráð í. Ræst skal á jöfnu með "full tree" Merking: OS/númer. Einungis skal vikta sigurvegara eftir hvern  keppnisdag.     

Lágmarks leyfð eigin þyngd (bíll og ökumaður) 
FWD Þyngdir án power adders
FWD (minni en 1750cc) 770kg
FWD (stærri en 1750cc og minni en 2300cc)  830kg
FWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc) 900kg
FWD (stærri en 2850cc ) 960kg 

FWD þyngdir með power adders
FWD (minni en 1750cc) 860kg
FWD (stærri en 1750cc og minni en 2300cc)  930kg
FWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc) 1000kg
FWD (stærri en 2850cc ) 1070kg 

AWD/RWD þyngdir án power adders
AWD/RWD (minna en 2300cc) 920kg
AWD/RWD (stærri en 2300cc og  minni en 2850cc eða 2 rotors) 990kg
AWD/RWD (stærri en 2850cc) 1050kg 

AWD/RWD Þyngdir með power adders
AWD/RWD (minna en 2300cc) 1030kg
AWD/RWD (stærri en 2300cc og  minni en 2850cc eða 2 rotors) 1100kg
AWD/RWD (stærri en 2850cc) 1170kg     

VÉL Frjálst val um fjöldaframleiddar fjórgengisvélar með 3­6 cylindra eða rotary vélar með 2 brunahólf. Allar tjúningar  leyfðar. Hámark ein vél í hverjum bíl. Vél skal þó vera á OEM/upprunalegum stað í bílnum (leyfilegt að færa og  snúa vél en hún skal vera undir upprunalegri vélarhlíf).
     
ÚTBLÁSTURSKERFI  Frjálst val. Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.     

DRIFRÁS  Nota má hvaða afturás sem er. Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar.  Öxulfestingar út við hjól æskilegar.     

GRIND  Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Skal vera með OEM/upprunnalegt gólf og eldvegg,  styrkingar má setja hvar á grind sem er. Fyrir framan hvalbak má breyta grind til að koma stærri dekkjum að.  Breyta má grind að aftan til að koma stærri dekkjum fyrir osf     

HÆÐ YFIR JÖRÐU  Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3"(7,62cm). Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.     

HJÓLBARÐAR  Skulu vera fjöldaframleidd bíldekk sem seld eru almenningi, ætluð hvort sem er til vegaaksturs eða utanvegar.  Bannað er að fjarlægja merkingar á dekkjum.     

FELGUR  Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur. Minnsta felgustærð er 13"     

KLÆÐNING  Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað. Breyta má og bæta við  mælum að vild. Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skilur eftir sig. Skylda er að  hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið  fjarlægt. Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.     

YFIRBYGGING  Upprunalegt útlit verður að haldast. Þó má setja á brettakanta, lækka topp osf. Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar.  Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.     

BRETTI  Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti. Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss. Til að koma undir  stærri dekkjum, þú verða allar breytingar að vera unnar úr sambærilegum efnum og upprunalega.     

HVALBAKUR  Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt.  Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað. Breyta má hvalbak vegna vélaskipta og verður það þá að vera  gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega.     

GÓLF  Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega  sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma  fyrir stærri dekkjum o.s.frv. Öll nýsmíði verður að vera úr samskonar efnum og upprunalegt var.     

GÖTUBÚNAÐUR Öll lögbundin ljós skulu vera virk ef bíll er á númerum, fjarlægja má ljós fyrir utan afturljós fyrir bremsur ef bíl er  númeralaus. Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur. Sleppa má miðstöð og loftkælingu. Sleppa má  þurrkum ef bíllinn er númeralaus.     

RAFGEYMAR  Mest tveir rafgeymar leyfðir. Mega vera sýru og/eða þurrgeymar. Ef sýrugeymir er staðsettur í ökumannsrými  skal hann vera í viðurkenndum, loftþéttum kassa með öndun út fyrir ökumannsrými. Rafgeymar skulu vera vel  festir     

HÖFUÐROFI  Höfuðrofi er skylda í öllum bílum sem hafa rafgeymi á öðrum stað en upprunalega, æskilegur annars.

STAÐSETNING ÖKUMANNS  Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda  viðkomandi ökutækis. 

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version