Kvartmílan > Spyrnuspjall
Kúluvarp, spjótkast, MC og ST
Harry þór:
Það er loksins að það heyrist hljóð úr horni. Flott að vera á kantinum og þegar það verða mistök þá stökkva menn til ! þessi mistök má alfarið skrifa á mannfæð og nýtt fólk í stjórnstöð , margir í fríi.
það var haldinn fundur eftir þessa keppni og þar kom fram hvað er að gerast.
mbk harry þór
Jón Bjarni:
Sæll Ragnar.
Afsakðu sein svör, en ég verð að viðurkenna að ég fer afar sjaldan á þetta spjall og var ekki búinn að sjá þetta.
Það er rétt að það voru gerð mistök á þessari keppni, Það var planið að ræða við ykkur um að flytja um flokk en þar sem ég lagðist niður í veikindi þá misfórust upplýsingar um það á milli mín og Ingimundar og taldi hann að það væri búið að ræða þetta við ykkur.
Þið hefðuð að sjálfögðu átt að fá að keyra í MC og ég vona að við sjáum ykkur þar í ágúst.
Ég biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum og mun klúbburinn endurgreiða keppnisgjöldin vegna þessa.
Kveðja
Jón Bjarni
1966 Charger:
Sæll Jón Bjarni
Við tökum afsökun þína gilda enda ertu að bera hana fram fyrir hönd klúbbsins. Mistök geta alltaf átt sér stað og hér eru þau viðurkennd og krafa okkar samÞykkt. Við viljum að lokum koma á framfæri að ein höfuðástæða skrifa okkar voru viðbrögð eins starfsmanns keppninnar (sá heitir Ingólfur) vegna þess að hann hvorki sýndi athugasemd okkar skilning né virtist íhuga hvort hún væri réttmæt. Vonandi dregur hann lærdóm af þessu.
Frekari eftirmál verða ekki af okkar hálfu um þetta mál.
Ragnar og Björn
1965 Chevy II:
--- Quote from: Jón Bjarni on July 21, 2017, 16:09:49 ---Sæll Ragnar.
Afsakðu sein svör, en ég verð að viðurkenna að ég fer afar sjaldan á þetta spjall og var ekki búinn að sjá þetta.
Það er rétt að það voru gerð mistök á þessari keppni, Það var planið að ræða við ykkur um að flytja um flokk en þar sem ég lagðist niður í veikindi þá misfórust upplýsingar um það á milli mín og Ingimundar og taldi hann að það væri búið að ræða þetta við ykkur.
Þið hefðuð að sjálfögðu átt að fá að keyra í MC og ég vona að við sjáum ykkur þar í ágúst.
Ég biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum og mun klúbburinn endurgreiða keppnisgjöldin vegna þessa.
Kveðja
Jón Bjarni
--- End quote ---
:smt023
Kiddi:
Góð lending =D>
Jón Bjarni sýnir að hann er meiri maður en margur.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version