Kvartmílan > Almennt Spjall
Keppnisgjöld og tryggingar
Dodge:
Skilmálarnir fyrir akís trygginguna voru í einhverri frétt á akis.is í vor, en eingöngu á dönsku, ég bað þá að redda þessu á einhverju skiljanlegu tungumáli en held það hafi ekkert gerst í því frekar en öðru, og þótti bara óeðlileg krafa.
Þessi trygging er vissulega ekki dýr fyrir þá sem eru á óskráðum tækjum, en fyrir þá sem eru á skráðum bílum og með tryggingaviðauka og því með slysatryggingu ökumanns í gildi þá er þetta of mikið.
Þeir segja að þetta sé valkvæð trygging og bætist því ofan á aðrar tryggingar til útgreiðslu, en með skilmálana á dönsku veit ég ekkert um það.
Svo er maður enn að skoppa milli tryggingafélaga á hverju ári að berjast fyrir því að fa drusluna tryggða með viðauka..
Harry þór:
Ég hefði haldið að þessi AKIS trygging væri bara fyrir óskráð tæki. Er það málið að menn skrá sig ekki í keppni útaf allskyns skráningarveseni ?
Mér sýnist ca 7 vera skráða? #-o
mbk harry þór tryggður og skráður
Elmar Þór:
Hvernig var þetta áður, segjum okkur úr AKÍS.
Dodge:
Þessi mál eru klárlega að draga úr þáttöku að einhverju leiti, þar vegur þyngst tryggingaviðaukinn, nú er hann t.d. víðast hvar ekki í boði á fornbílatryggingu sem getur þýtt hækkun úr 18.000 í 125.000 ef þig langar að keira eina keppni, og þá færðu ekki fornbílatryggingu aftur á þann bíl.
Og hvað gerist, 8cyl std á bíladögum með 7 keppendum í stað 23 í fyrra.
1965 Chevy II:
--- Quote from: Harry þór on June 22, 2017, 13:23:46 ---Ég hefði haldið að þessi AKIS trygging væri bara fyrir óskráð tæki. Er það málið að menn skrá sig ekki í keppni útaf allskyns skráningarveseni ?
Mér sýnist ca 7 vera skráða? #-o
mbk harry þór tryggður og skráður
--- End quote ---
Ég sendi póst á þá með fyrirspurn um þetta, ég er með tryggingu og í henni stendur eins og umsamið er " Gildir einnig í spyrnukeppni" , sé því enga ástæðu til að borga AKIS 4000kr í viðbót fyrir ekkert.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version