Kvartmílan > Almennt Spjall

Keppnisgjöld og tryggingar

<< < (4/6) > >>

Dodge:
Já það er magnað að það skuli ekki vera hægt að tryggja keppnishaldið almennilega þannig að keppendur þurfi ekkert að gera annað en mæta og borga þá bara hærra keppnisgjald frekar og losna við þessa endalausu baráttu. Skýringar sem maður fær er að það sé eitthvað í umferðarlögum sem kemur í veg fyrir það, afhverju eru menn þá ekki búnir að fá þeim breitt?

Við stofnuðum nú AKÍS til að vinna að svona málum fyrir okkur en ekki bara til að leggja á okkur auknar kvaðir og kostnað og vinna að lokun spyrnubrauta þar sem er búið að keyra vel yfir 10.000 rönn algerlega uppákomulaust.

Ég man ekki eftir neinu jákvæðu sem akís hefur gert fyrir sportið á sínum starfstíma, og er því tímabært að þeir hysji upp um sig og t.d. hjóli í þetta mál.

Harry þór:
Það er mjög sanngjarnt verð 4000 kr á þessari slysa og líftryggingu sem AKIS býður uppá. Bara passa að hún gildir fyrir allt keppnistímabilið. Þeir reyndu að rukka mig aftur en ég reif kjaft.

Úr því að menn eru byrjaðir að tala um tryggingar þá kemur alltaf upp sú setning " Maður tryggir ekki eftirá " svo plís hættið að tala um tryggingar áður en við þurfum að tryggja okkur fyrir smáletrinu

harry þór tryggi

maggifinn:
Þessi trygging hjá AKIS, á hún að fara ofaná hinar tryggingarnar sem ég er með eða undir þær?

Harry þór:
þú getur ekki fengið slysa / líftryggingu á Islandi sem keppandi í mótorsporti. Þið hljótið að fagna þessu, ein tryggingin í viðbót á 4000kr.

3 x sandspyrna
5 x míla
2 x eitthvað
samtals 10 keppnir sem gerir 400 kr per viðburð/ slysa og líftryggður.

harry þór
ps. sigarrettupakki kostar 1350kr og endist í 1 dag

Kristján F:
Hefur einhver fundið skilmálana yfir þessa Akís tryggingu ?

Líklegast er að Akís tryggingin eigi við þegar um sérsmíðað ökutæki er að ræða

Bílar á númerum með viðauka þá er spurning hvor tryggingin gildi, þar sem viðaukinn er framlenging á tryggingu ökutækisins við akstur í
keppni og ef skilmálarnir eru eins hjá öllum þá er ábyrgðar og slysatrygging ökumanns og eiganda gild við akstur á æfingum og við keppni í akstursíþróttum.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version